30.maí 20:00 - 22:00

Davíðsson

Salurinn

Þorleifur Gaukur Davíðsson, Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson taka höndum saman á einstökum viðburði.

Á þessum einstaka tónlistarviðburði mun munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson koma fram ásamt Davíð Þór Jónssyni og Skúla Sverrissyni og flytja tónlist af væntanlegri plötu sinni sem ber heitið Davíðsson.

Einnig verður stuttmyndin Stages (Sorgarstig) sýnd en hún fékk nýlega Jury Prize á RIFF hátíðinni sem besta íslenska stuttmyndin. Myndin fjallar um hóp hæfileikaríkra tónlistarmanna sem kemur saman í kjölfar föðurmissis eins þeirra í yfirgefinni rafstöð og veitir tilfinningunum útrás í lifandi spuna.

———

Þorleifur Gaukur Davíðsson hefur verið áberandi síðustu ár á Íslandi og má heyra hann á upptökum með Kaleo, Laufey, Mugison og Bríet. Hann spilar í allt frá félagsheimilum úti á landi til stærstu tónleikahalla heims og yfir í lítil spuna rými. Þorleifur Gaukur reynir alltaf að nálgast tónlistina frá tærleika og næmni. Hvert skipti er einstakt og kemur hann með fersk eyru í hvert sinn. Hann velur sér hljóðfæri sem geta teygt  tilfinningar manns og með þeim togar hann hlustendur inn og dregur þá með í vegferð. Davíðsson er hans frumóp. Hann tekur með sér reynslu úr öllum þessum heimum og fær með sér sínar stærstu hetjur og vini, Davíð Þór Jónsson og Skúla Sverrisson.


Davíð Þór er meðal fremstu og fjölhæfustu tónlistarmanna landsins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra. Hann hefur leikið á tónlistarhátíðum víða um heim, gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda sviðsverka, kvikmyndir, útvarpsverk og sjónvarpsþætti og starfað náið með fjölda listamanna úr ólíkum geirum, má þar nefna náið samstarf hans og Ragnars Kjartanssonar. Davíð Þór hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin sem og alþjóðleg verðlaun fyrir kvikmyndatónlistina úr Hross í oss og Kona fer í stríð. Davíð Þór var staðarlistamaður Salarins árið 2023.

Skúli Sverrisson hefur verið í framvarðasveit íslenskra tónlistarmanna um árabil og hefur á síðustu áratugum byggt upp einstakan feril sem samanstendur af tónsmíðum og iðkun eigin tónlistar annars vegar og hins vegar margbreytilegu samstarfi við breiðan hóp alþjóðlegra listamanna. Mætti þar nefna Laurie Anderson, Blonde Redehead, Wadada Leo Smith, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsay, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur. Sidsel Endresen, Víking Heiðar Ólafsson, Megas og Ólöfu Arnalds. Skúli hefur verið flytjandi á yfir 100 hljómplötum og leikið vítt og breitt um heiminn. Hann hefur unnið sjö sinnum til Íslensku tónlistarverðlaunanna og tvisvar sinnum hlotið tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

FRAM KOMA

Þorleifur Gaukur Davíðsson

Davíð Þór Jónsson

Skúli Sverrisson

Deildu þessum viðburði

30
maí
Salurinn
20:00

Davíðsson

05
jún
Salurinn
20:00

Vortónar

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
maí
Bókasafn Kópavogs
21
maí
Bókasafn Kópavogs
22
maí
Bókasafn Kópavogs
22
maí
Bókasafn Kópavogs
23
maí
Gerðarsafn
24
maí
Salurinn
20:00

HILDUR

27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
28
maí
Bókasafn Kópavogs
03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs
12
ágú
17
ágú
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

24
maí
Salurinn
20:00

HILDUR

30
maí
Salurinn
20:00

Davíðsson

05
jún
Salurinn
20:00

Vortónar

Sjá meira