10.jan 2026 15:00 - 17:00

DRIP – einkasýning eftir Sæmund Þór Helgason í Y Gallery

Ygallerí

Opnun: 10 Janúar 2026 15:00 – 17:00

Sem vísan í háttsemi frjálsa markaðarins snýst sýningin um playmobil®*, barnaleikfangið sem hefur verið einkaleyfisvarið bak of fyrir. Sýningin hefur að geyma skúlptúra ​​sem eru nákvæmar, stækkaðar eftirlíkingar af playmobil aukahlutum, þar á meðal handjárnum, skiptanlegum hárgreiðslum, lögregluhúfu og vesti. Sem nákvæmar eftirlíkingar af upprunalegu playmobil aukahlutunum bera skúlptúrarnir merki sprautumótunartækninnar sem notuð var við fjöldaframleiðslu hlutanna, svo sem útkasts- og sprautumerki. Á sýningunni má sjá nálgun listamannsins á vöruhönnun sem félagslegum skúlptúr, þar sem hann leikur sér með samfélagslegar viðmiðanir og staðalímyndir sem playmobil endurskapar, til að skoða fagurfræði yfirvalds.

Sýningunni fylgir nýr texti eftir Jón Atla Jónasson.

Sæmundur Þór Helgason er myndlistarmaður sem vinnur með ýmsa miðla menningar þar á meðal kvikmyndagerð, fjármál, tísku og fjölmiðla. Verk hans snúa gjarnan samtímanum að sjálfum sér í þeim tilgangi að hafa áhrif á ímyndunarafl almennings og verða þannig virkt afl í samfélaginu. Árið 2025 stofnaði hann lánasjóðinn ‘SB foundation’ í Amsterdam sem veitir vaxtalaus lán. Hann var með vinnuaðsetur hjá Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam 2020 – 2022.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Salurinn
14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira