10.júl ~ 14.ágú

Endurómur víólunnar

Gerðarsafn

Tónar víólunnar óma um sýningarsali Gerðarsafns

Valda föstudaga í sumar milli kl. 14 og 15 munu tónar víólunnar óma um Gerðarsafn, en þá gefst gestum kostur á að skoða sýningar safnsins undir víóluleik Þórhildar Magnúsdóttur.

Þórhildur Magnúsdóttir er víólunemi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn, en hún er jafnframt einn af fjórum sumarstarfsmönnum Menningarhúsanna. Þórhildur mun flytja valin tónverk eftir ýmsa höfunda, ýmist í samtali við verk Gerðar Helgadóttur eða sýninguna Þegar allt kemur til alls.

Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, húmor og leikgleði birtast í þeim. Sýningin er viðbragð við aðstæðum í samfélaginu þessa stundina, hugleiðing um það sem máli skiptir fyrir núið og innlegg í samtölin sem eiga sér stað þessa dagana um hvað drífur samfélagið áfram og hvað skiptir okkur máli.

Á sýningunni GERÐUR er sjónum beint að járnverkum Gerðar frá 6. áratugnum. Gerður var fyrsti íslenski listamaðurinn til að nota járn í sinni list og var frumkvöðull þrívíðrar abstraktlistar hérlendis.

Víólan mun óma eftirfarandi föstudaga í sumar:
10. júlí kl. 14-15
17. júlí kl. 14-15
24. júlí kl. 14-15
14. ágúst kl. 14-15

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

28
sep
26
okt
Salurinn
20:30

Tvíhöfði

02
okt
07
okt
Bókasafn Kópavogs
03
okt
Bókasafn Kópavogs
04
okt
Bókasafn Kópavogs
04
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Salurinn
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
27
okt
Salurinn
20:30

Sunnanvindur

06
nóv
11
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

Sjá meira