27. janúar til 1. febrúar verður fataskiptimarkaður á bókasafninu í tilefni af nýtniviku.
Komdu með gömul föt sem þú notar ekki lengur en geta nýst öðrum og taktu þér eitthvað annað í staðinn. Það má bæði skilja eftir og taka föt, án allra kvaða.
Við biðjum fólk um að koma eingöngu með heilleg og hrein föt sem geta nýst öðrum. Slitin föt geta farið í gáma þar sem þau eru endurnýtt.