19.feb 12:15

Ferðasögur Einars Fals ljósmyndara | Menning á miðvikudögum

Gerðarsafn

Ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson heldur hádegiserindi

Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segir ferðasögur sínar í hádegisspjalli í tengslum við sýninguna Afrit. Einar Falur hefur lengi unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu en einnig sinnt listgrein sinni, ljósmyndun, með margvíslegum hætti. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri að ljósmyndasýningum, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, kennt áfanga í ljósmyndun við hina ýmsu skóla og haldið fyrirlestra víða um heim.

Á sýningunni Afrit eru verk sjö samtímalistamanna sem ögra hugmyndum okkar um ljósmyndir sem glugga að raunveruleikanum. Sýningin er í senn könnun á óljósu eðli ljósmyndarinnar og leikur með möguleika miðilsins þar sem látið er reyna á þolmörk hans. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020.

Erindið er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.
 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
25
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
27
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira