Listahópurinn Endurhugsa bjóða fjölskyldum til sín í gróðurhúsið Geislahvelfinguna á útisvæði Menningarhúsanna næsta laugardag kl. 13:00. Þar býðst fjölskyldum að aðstoða við ræktun ásamt því að taka þátt í samtali um leiðir til betri umhverfislausna. Hvernig getum við tekið þátt í að móta framtíðina? Hvernig vilt þú hafa heiminn? Hugmyndum er safnað saman og engin hugmynd er of útópísk.