16.feb 13:00

Fjölskyldustund | Kviksjá

Gerðarsafn

Kanntu að gera kviksjá / kaleidóskóp?

Í tengslum við Sýninguna Ó, hve hljótt verður kviksjá viðfangsefni fjölskyldustundarinnar í Gerðarsafni sem Hrund Atladóttir mun leiða. Kviksjá eða kaleidóskóp er rörlaga leikfang sem er alsett speglum að innanverðu sem endurspegla litlar skrautflygsur á borð við glerbúta, perlur eða speglabrot sem komið hafa verið fyrir í rörinu. Þegar horft er í kviksjána má sjá samhverf form og með því að snúa henni ummyndast þau og breytast líkt og fyrir töfra. Kviksjáin var þekkt í Grikklandi til forna, en hún var enduruppgötvuð af bretanum Sir David Brewster árið 1816 og hefur verið vinsæl síðan. Á námskeiðinu verða búnir til allskonar útgáfur af kviksjám úr fjölbreyttu efni. Þátttakendur fá að taka sína eigin sjá með sér heim í lok dags.

Hrund Atladóttir útskrifaðist árið 2008 frá Gerrit Rietveld Academie í Hollandi. Hún býr og starfar í Reykjavík og hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Samhliða myndlistinni hefur hún fengist við fjölbreytt verkefni og hefur hún m.a. unnið mikið við hreyfimyndagerð fyrir ólíka miðla svo sem innsetningar á söfnum, sjónvarpsþætti, visuala og kvikmyndagerð af ýmsum gerðum.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn. 
Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Salurinn
10
apr
Bókasafn Kópavogs
10
apr
Bókasafn Kópavogs
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira