04.sep 13:00

Fjölskyldustundir á laugardögum | Plöntuleikhússmiðja

Gerðarsafn

Lóa Björk Björnsdóttir leiðir plöntuleikhússmiðju.

Hvað er plöntuleikhús? Er hægt að búa til leikhús þar sem plöntur eru einu listamennirnir?
Í Plöntuleikhússmiðju býðst plöntusérfræðingum á öllum aldri að rannsaka nýjar og skapandi leiðir í leikritun og gerð sviðsverka sem leikin eru fyrir, með eða af plöntum. Best er að mæta í pörum eða hópum sem eru blanda af krökkum og fullorðnum svo allir hafi góðan ritara.
Listrænn stjórnandi Plöntuleikhússins og leiðbeinandi vinnustofunnar er sviðshöfundurinn Lóa Björk Björnsdóttir. Hún útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskólans árið 2017. Frá útskrift hefur hún lagt áherslu á uppistand, hlaðvarps- og sjónvarpsþáttagerð. Meðal verkefna sem Lóa hefur unnið að eru Fyndnustu mínar uppistandskvöld, hlaðvarpið Athyglisbrestur á lokastigi og raunveruleikaþættirnir Æði.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni Menningarhúsanna í Kópavogi og sviðslistahátíðarinnar Plöntutíðar sem er haldin í annað sinn dagana 3. – 5. september 2021. Hátíðin var stofnuð sem vettvangur fyrir listamenn sem fjalla um náttúruna og gera tilraunir til að fara handan við mannhverfa sviðslistasköpun.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
ENGLISH
Plant theater workshop for families.

What is a plant theater? Is it possible to create a theater where plants are the only artists? Plant specialists of all ages are invited to explore new and creative ways of writing and making stage plays that are performed for, with or by plants.
It is best to attend in pairs or groups that are a mix of kids and adults so that everyone has a good secretary. The artistic director of the Plant Theater and the workshop supervisor is theatre maker Lóa Björk Björnsdóttir. The workshop takes place in Gerðarsafn.
The event is in collaboration with the Performance Festival Plöntutíð. Plöntutíð was founded as a platform for performance artists that have put nature at the forefront of their artistic practice, with the aim of working outside of anthropocentric art making. Nature conservation and progressive cultural change are the two most important values of the festival. Plöntutíð seeks out to look at the world from plant centered conditions and aims to support innovative and sustainable ideas that explore necessary improvements of human habitat.
Family Saturdays are supported by Art and Culture Council of Kópavogur.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira