19.feb 13:00

Fjölskyldustundir á laugardögum | Sólarprent

Gerðarsafn

Listsmiðja fyrir fjölskyldur.

Hjördís Halla Eyþórsdóttir ljósmyndari leiðir smiðju í sólarprenti fyrir börn og fjölskyldur. Aðgangur er ókeypis.
Sólarprent (eða bláþrykk) er elsta og einfaldasta ljósmyndaaðferðin þar sem sólarljósið (eða útfjólublátt ljós) framkallar myndina.
Ljósnæmur vökvi er málaður á myndflöt svo sem pappír eða bómull sem svo er þurrkaður. Þurrkaðar jurtir, úrklippur, pappír og fleira eru síðan lagðir ofan á myndflötinn og móta myndverkið. Þá er myndverkið lýst með UV ljósi. Ljósmyndin er svo framkölluð með köldu vatni og sett í þurrk.
Smiðjan er haldin í tengslum við sýningar Santiagos Mostyn, Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar í Gerðarsafni en sýningarnar eru hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Fjölskyldustundir eru almennt haldnar alla laugardaga kl. 13 frá september til maí og fara smiðjurnar á víxl fram í Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salnum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

15
sep
Bókasafn Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Salurinn
17
sep
Bókasafn Kópavogs
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

27
sep
Gerðarsafn

Sjá meira