19.feb 13:00

Fjölskyldustundir á laugardögum | Sólarprent

Gerðarsafn

Listsmiðja fyrir fjölskyldur.

Hjördís Halla Eyþórsdóttir ljósmyndari leiðir smiðju í sólarprenti fyrir börn og fjölskyldur. Aðgangur er ókeypis.
Sólarprent (eða bláþrykk) er elsta og einfaldasta ljósmyndaaðferðin þar sem sólarljósið (eða útfjólublátt ljós) framkallar myndina.
Ljósnæmur vökvi er málaður á myndflöt svo sem pappír eða bómull sem svo er þurrkaður. Þurrkaðar jurtir, úrklippur, pappír og fleira eru síðan lagðir ofan á myndflötinn og móta myndverkið. Þá er myndverkið lýst með UV ljósi. Ljósmyndin er svo framkölluð með köldu vatni og sett í þurrk.
Smiðjan er haldin í tengslum við sýningar Santiagos Mostyn, Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar í Gerðarsafni en sýningarnar eru hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Fjölskyldustundir eru almennt haldnar alla laugardaga kl. 13 frá september til maí og fara smiðjurnar á víxl fram í Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salnum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Salurinn
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
25
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
27
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira