13.jún 19:30 ~ 15.jún

Flokkstjórinn 2023

Menning í Kópavogi

Útileikhús um unglinga og illgresi.

Eftir góðar móttökur síðasta sumar fer einleikurinn Flokkstjórinn aftur af stað, og nú á fleiri stöðum um landið allt. Verkið var valið til sýninga á hátíðunum RVK Fringe og Act Alone á Suðureyri seinna í sumar, en fyrst eru sýningar undir berum himni á Vatnsenda. Sem áður fyrr er frítt inn í Hringleikahúsið við Grandahvarf 2, en panta þarf miða á TIX.is. Sýningarnar á hinum hátíðunum verða auglýstar síðar.

Sviðið er staðsett á horni Elliðahvammsvegar og Grandahvarfs. Strætó 2 stoppar hjá hringleikahúsinu, á biðstöð sem heitir Elliðahvammur. Einnig er nóg er af bílastæðum við sviðið. Verkið er sýnt utandyra, komið klædd eftir veðri. Áhorfendur sitja á grasþöktum tröppum. Sniðugt er að koma með pullur, tjaldstóla eða hvað annað sem þægilegt er að sitja á á meðan sýningunni stendur.

Meira um verkið:

Illgresið er okkar óvinur. Þetta eru kraftmiklar og frekar plöntur sem ógna því gróðurfari sem þegar er til staðar. Þær geta spírað mjög snemma á vorin og því berum við ábyrgð á að uppræta illgresið áður en það nær að mynda fræið. En ræturnar ná oft djúpt ofan í jarðveginn, og þá þarf meira til en litlar skóflur, einfara og hrífur.

Leiksýningin „Flokkstjórinn“ byggir á reynslu Hólmfríðar sem flokkstjóri í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnan getur verið þegar hún þráir ekkert heitar en að tilheyra hópnum. Er til slæmt fólk? Eða einungis slæm hegðun? Þarf virkilega alltaf að stíga í spor karlmanna til að öðlast virðingu? Jafnvel óvæntasta fólk getur brotið þig niður, sama hversu mikil völd þú ert með í rýminu.

Lengd: 40 mín.

Höfundar:
Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius

Leikkona:
Hólmfríður Hafliðadóttir

Leikstjóri:
Magnús Thorlacius

Tónlist:
Iðunn Einars

Aðstoð við plakat:
Tómas Óli K. M.

Myndbönd:
Hákon Örn Helgason

Sérstakar þakkir:

Vinnuskólinn í Kópavogi, Starfsfólk Molans, Steinunn hjá Starfsleikni, Soffía hjá Kópavogsbæ, fyrrum flokkstjórar, vinir og allir unglingarnir

Verkefnið er styrkt með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.

Dagsetningar

13.jún

19:30

14.jún

19:30

15.jún

19:30

Myndasafn

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27
sep
Bókasafn Kópavogs
28
sep
26
okt
Salurinn
20:30

Tvíhöfði

28
sep
Bókasafn Kópavogs
29
sep
Salurinn
20:00

UNA TORFA

30
sep
Salurinn
30
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
30
sep
07
jan
Gerðarsafn
02
okt
07
okt
Bókasafn Kópavogs
27
okt
Salurinn
20:30

Sunnanvindur

06
nóv
11
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Menning í Kópavogi

06
des
Menning í Kópavogi

Sjá meira