20.okt ~ 27.nóv

För eftir ferð

Gerðarsafn

Sýning á listahátíðinni List án landamæra.

Sýning á verkum íslenskra og tékkneskra listamanna sem hófu samstarf í gegnum Barvolam í Prag. Verkin eru innblásin af kynnum þeirra og eru jafnframt sjálfstæð listaverk hvers listamanns og samvinnuverk unnin í Barvolam.

Barvolam er vettvangur fyrir samstarf taugsegin (en. Neurodiverse) listamanna. Listamennirnir vinna stór málverk, textílverk, vídeó og stór samvinnuverk.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gerðarsafn tekur þátt í List án landamæra. Sýningin verður opnuð 20. október samhliða sýningaropnunum í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu.

Tékknesku listamenn sýningarinnar eru: Martin Vála, Dagmar Filípková, Ladislav Svoboda, Marie Kůsová, Marie Kohoutková, Šárka Hojaková & Lukáš Paleček.

Íslensku listamenn sýningarinnar eru: Erlingur Örn Skarphéðinsson, Harpa Rut Elísdóttir, Harpa Líf Ragnarsdóttir, Sigríður Anita Rögnvaldsdóttir, Gígja Garðarsdóttir, Kolbeinn Jón Magnússon & Þórir Gunnarsson.

Sýningarstjóri: Jóhanna Ásgeirsdóttir

Sýningin er unnin í samstarfi við Barvolam og er hluti af verkefninu ART30.2, styrkt af EES.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi. Æ fleiri verða meðvitaðir um gildi hátíðarinnar í samfélaginu. Með því að skapa vettvang skapast tækifæri og leiðir opnast, jafnvel inn á nýjar brautir. Með því að leiða saman ólíka hópa og einstaklinga opnast alltaf fleiri og fleiri dyr og tækifæri. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

Hátíðin hefur stuðlað að samstarfi á milli ólíkra hópa og m.a. verið í samstarfi við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk. Hátíðin hefur einnig stuðlað að umræðu um ímynd fatlaðra listamanna í listum og list fatlaðra m.a. í samvinnu við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið. List án landamæra leggur áherslu á að list fatlaðs listafólks sé metin til jafns innan listheimsins og list ófatlaðs listafólks.

List án landamæra hlaut Múrbrjót Þroskahjálpar árið 2009 og var tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ árið 2011. Árið 2012 fékk List án landamæra Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Menning í Kópavogi
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Náttúrufræðistofa Kópavogs
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Menning í Kópavogi
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
24
maí
Gerðarsafn
15
jún
Gerðarsafn
21
jún
Gerðarsafn

Sjá meira