04.maí 2018 17:00

Fyrirlestur með Didier Semin

Gerðarsafn

Á föstudaginn 4. maí kl. 17:00 mun Didier Semin flytja fyrirlestur sinn: Visual Tricks. Modern Art, Military Camouflage and Animal Mimicry í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs.

Eitt sinn var Gertrud Stein á göngu með Picasso í París á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. Þau rákust þar á herskip í felulitum sem var á leið sinni að framvarðarlínunni. “Það vorum við sem fundum þetta upp” sagði Gertrud. (Við: kúbistarnir, listamennirnir). Picasso sagði: “Það er að vissu leyti rétt, þó að það sé á einhvern hátt umdeilt. Margir listamenn hafa unnið með feluliti á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. En listamennirnir stálu sjálfir hugmyndinni að felulitum frá dýraríkinu og kölluðu sjálfa sig “kameljón”.

Í fyrirlestrinum mun Didier Semin fjalla um hin ólíklegu tengsl á milli dýra sem herma eftir, myndlistar og sjónrænna brellna í hernaði.

Didier Semin er gestur meistaranáms í myndlist við Listaháskóla Íslands og jafnframt prófdómari MA verkefna í myndlist á yfirstandandi sýningu í Gerðarsafni. Hann er prófessor í École nationale supérieure des Beaux-Arts í París og starfar einnig sem sýningarstjóri og ritstjóri listrita með áherslu á skrif listamanna og teikningu sem miðil í samtímamyndlist.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

29
jan
Bókasafn Kópavogs
29
jan
Bókasafn Kópavogs
30
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

31
jan
Salurinn
31
jan
Bókasafn Kópavogs
31
jan
Bókasafn Kópavogs
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

02
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

04
feb
03
maí
Gerðarsafn
04
feb
Gerðarsafn
06
feb
Gerðarsafn
16
maí
06
sep
Gerðarsafn

Sjá meira