10.nóv 12:15

Geirfuglinn sem táknmynd aldauðans | Menning á miðvikudögum

Gerðarsafn

Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor emeritus við HÍ, fjallar um geirfuglinn sem táknmynd aldauða í hádegiserindi í Gerðarsafni.

Erindið er haldið í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, „Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum“ þar sem samspil manna, dýra, náttúru og umhvefis eru í brennidepli.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Geirfuglinn hefur löngum verið sveipaður dulúð. Þessi ófleygi, svipmikli fugl sem lifði við Íslandsstrendur er ekki lengur til nema í frásögnum og á myndum; fáeinir uppstoppaðir hamir eru varðveittir, blásin egg og líffæri í krukkum. Fuglinn hefur orðið tákn tegunda í útrýmingarhættu og nú þegar við blasir fjöldaútrýming tegunda á saga hans meira erindi við okkur en nokkru sinni.

Gísli Pálsson mannfræðingur er meðal annars kunnur fyrir rit sín um umhverfismál og norðurslóðir, sem og verðlaunabókina „Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér.“ Fyrir réttu ári kom út bókin „Fuglinn sem gat ekki flogið“ en þar rekur Gísli forvitnilega sögu síðustu geirfuglanna og Geirfuglabókanna, segir frá því hvernig þær rak á fjörur hans og hvað þær hafa að geyma – og fjallar um aldauða. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Menning á miðvikudögum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.

ENGLISH

Gísli Pálsson, anthropologist, writer and professor emeritus at the University of Iceland, talks about the great auk as a symbol of extinction in a talk at Gerðarsafn Contemporary Art Museum. The talk is in Icelandic.

Free entrance.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
12:00

Qigong

18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
17:00

Macramé

19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
mar
Gerðarsafn
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

27
mar
Gerðarsafn
28
mar
Gerðarsafn

Sjá meira