18.nóv ~ 18.apr

GERÐUR

Gerðarsafn

Sýningin GERÐUR er grunnsýning á verkum Gerðar Helgadóttur. Sýningin er framhald af yfirlitssýningu sem haldin var árið 2018 þar sem 1400 verk hennar í safneign Gerðarsafns voru höfð til grundvallar. Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstef í starfsemi Gerðarsafns sem einnig endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu.

Gerður Helgadóttir (1928–1975) var fjölhæfur myndlistarmaður sem fékkst við skúlptúr, steint gler og mósaík. Tók hún fyrst íslenskra kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist og glerlist hérlendis. Á sýningunni er sjónum beint að skúlptúrum og skissum að útilistaverkum Gerðar frá árunum 1965-1975.
Gerður lætur gamlan draum rætast árið 1966 og ferðast til Egyptalands að skoða þarlendar lágmyndir og hof. Hún ákveður eftir heimkomuna að láta höggmyndir hafa forgang. Í kjölfarið vinnur hún meðal annars með einföld, hringlaga form ýmist í brenndan leir eða gifs. Í verkunum er sterk tilfinning fyrir hreyfingu og samspili massa og rýmis og hugsaði Gerður þau jafnframt sem smáa skúlptúra og sem frumdrög að útilistaverkum.
Gerður vinnur að fjölda verka í almenningsrými við upphaf áttunda áratugarins. Árið 1972 gerir Gerður tillögur að mósaíkmynd fyrir Tollstöðvarhúsið í Reykjavík sem var afhjúpuð með viðhöfn ári síðar.
Ég gerði það að gamni mínu að leggja saman flatarmálið á öllum tillögum sem ég var að vinna á árinu 1972 og samsvaraði það sem ég tíndi saman rúmum 3000 fermetrum.
– Gerður í bréfi til Snorra bróður síns
Ég gerði það að gamni mínu að leggja saman flatarmálið á öllum tillögum sem ég var að vinna á árinu 1972 og samsvaraði það sem ég tíndi saman rúmum 3000 fermetrum.
– Gerður í bréfi til Snorra bróður síns

Gerður var afkastamikill listamaður og voru verk hennar í stöðugri þróun og mótuðust af breiðu áhugasviði hennar. Þau kraftmiklu verk sem hún vann á síðustu árum ævi sinnar marka nýtt tímabil í listsköpun hennar og veita innsýn í metnað hennar og stórhug. Gerður átti enn svo margt ógert þótt hún hefði innan við fimmtugt afrekað að vinna sér sess sem einn helsti myndhöggvari þjóðarinnar á 20. öld.
Sýningin GERÐUR er í nánu samtali við fræðslurými Gerðarsafns, Stúdíó Gerðar, þar sem gestum gefst færi á að fræðast og skapa myndlist. Stúdíó Gerðar er einnig vettvangur fjölbreyttra viðburða sem haldnir eru í tengslum við yfirstandandi sýningar.

LISTAFÓLK

Gerður Helgadóttir

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
apr
Gerðarsafn
13:00

Together | Palestínsk útsaumssmiðja

21
apr
Salurinn
13:30

Ljóðrænn og kraftmikill er saxófónninn

23
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

24
apr
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

24
apr
Gerðarsafn
12:15

Sjálfsmyndir og minningar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

20
apr
Gerðarsafn
24
apr
Gerðarsafn
25
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira