11.maí ~ 31.des

GERÐUR grunnsýning

Gerðarsafn

Gerðarsafn opnar í fyrsta skipti fasta grunnsýningu tileinkaða Gerði Helgadóttur (1928-1975) á neðri hæð safnsins. Sýningin leggur ríka áherslu á skúlptúr og varpar ljósi á sköpunarkraft, framúrstefnu og tilraunamennsku listakonunnar, margbreytileika verkanna og fjölbreyttan efnivið. 

Gerðarsafn opnar í fyrsta skipti fasta grunnsýningu tileinkaða Gerði Helgadóttur (1928-1975) á neðri hæð safnsins. Sýningin leggur ríka áherslu á skúlptúr og varpar ljósi á sköpunarkraft, framúrstefnu og tilraunamennsku listakonunnar, margbreytileika verkanna og fjölbreyttan efnivið. 
 
Gerður var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist á Íslandi. Gerður ögraði viðurkenndum hugmyndum um myndlist með tilraunakenndri nálgun sinni á ólíkan efnivið, breytilega fagurfræði og vísanir sem mótuðust af breiðu áhugasviði hennar. 
 
Tilraunakennd, stórhuga og framúrstefnuleg nálgun Gerðar markaði henni sess sem einn helsti myndhöggvari þjóðarinnar og kallast sterkt á við myndlist samtímans. Á tímum sem einkennast af örum breytingum, óendanlegum möguleikum og stöðugri óvissu veitir arfleifð Gerðar okkur innblástur. Verk hennar vekja okkur til umhugsunar og hvetja okkur til að nálgast ólíkan efnivið, fagurfræði, nálgun og vísanir á eigin forsendum. 
 
Til grundvallar sýningarinnar er rannsóknarverkefni sem stendur yfir á safninu á listferli Gerðar Helgadóttur og safneign Gerðarsafns. Sett hefur verið upp rakastýrt varðveislurými inni í sýningunni til að framlengja listaverkageymslu safnsins og bjóða þannig sýningargestum að skoða fjölda verka auk þess að tryggja bestu varðveisluskilyrði fyrir verkin. 
 

LISTAFÓLK

Gerður Helgadóttir

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Salurinn
07
des
Gerðarsafn
08
des
Salurinn
08
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

10
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

07
des
Gerðarsafn

Sjá meira