20.okt ~ 24.nóv

GÍA | List án landamæra

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Sýning á verkum Gígju Guðfinnu Thoroddsen, eða Gíu, sem var listamaður hátíðarinnar árið 2017, af tilefni þess að Safnasafnið vinnur nú að bók um ævistarf hennar. Sýningin verður í Stúdíói Gerðar og opnar sunnudaginn 20. október klukkan 16:30. Þann 10. nóvember verður svo útgáfuhóf bókarinnar um Gíu, fylgist með!

Gígja Guðfinna Thoroddsen, Gía, (1957-2021) bjó og starfaði í Reykjavík, hún stundaði nám hjá Hring Jóhannessyni listmálara í Myndlistarskóla Reykjavíkur 1975, Vallekille lýðháskólanum í Danmörku 1975 og sótti þriggja mánaða teikninámskeið í Árhúsum í Danmörku 1976, þá fór hún á námskeið hjá Helga Skúlasyni leikara 1977.

Gígja hélt einkasýningar og tók þátt í samsýningum. Verk hennar eru í eigu einstaklinga, Landspítalans, Krabbameinsfélagsins, Friðarseturins Höfða og Safnasafnsins þar sem meginhluti verka hennar er varðveittur. Safnið bauð henni að sýna sumarið 2016 og hlaut hún mikið lof fyrir. Eftir að hún andaðist gaf Ásta Steinunn systir hennar og fjölskylda safninu 800 verk, í kjölfarið voru málverk hennar kynnt þar og hafa flest verið skráð í Sarp.

Verk Gígju skírskota til listasögunnnar, samfélagsins og eigin reynslu, bæði í málverkum og teikningum með fjölbreyttu myndefni, meðal annars af þekktu fólki úr samtíma og mannkynssögu. Þá eru nokkur verk af heimspekilegum toga. Gígja málaði aðallega með gull- og silfurblöndum en líka bláum og rauðum tónum sem kallast fallega á við hina litina.

Deildu þessum viðburði

20
okt
24
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
07
nóv
Bókasafn Kópavogs
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
09
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
nóv
Bókasafn Kópavogs
13
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

14
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira