09.sep 15:00

Gjörningur og spjall | SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR

Gerðarsafn

Styrmir Örn Guðmundsson mun ræða verk sín ásamt því að flytja Líffæragjörning.

Sunnudaginn 9. september kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Styrmi Erni Guðmundssyni. Ásamt því að ræða um verk sín mun hann fremja Líffæraflutning.
Á sýningunni  SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR  býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar. Með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Listamenn sýningarinnar í ár eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir, Styrmir Örn Guðmundsson og Gerður Helgadóttir.
Verkum Styrmis er ekki ætlað að falla í ákveðin flokk. Hann hefur ýmist verið kenndur við gjörningalist, break dans, rapp / söng, teikningar, skáldverk, skúlptúr eða leikstjórn. Listformin fléttast saman inn í frásagnir sem einkenna sköpunarverk hans.  Sögurnar þróast úr einu í annað og þannig getur teikning á pappír þróast yfir í músík eða skúlptúr sem verður síðar upphafið að gjörningi.
Styrmir (f. 1984) býr og starfar bæði í Varsjá, Póllandi og Reykjavík. Hann lauk listnámi í Amsterdam við Sandberg Institute (MA) árið 2012 og Gerrit Rietveld Academy (BFA) árið 2009. Í kjölfarið hefur Styrmir unnið að fjölbreyttum verkefnum, sýnt verk sín og flutt gjörninga á alþjóðlegum vettvangi, bæði á hátíðum, í söfnum og sýningarrýmum og innan leikhússins.  Nýlega flutti hann gjörninginn What Am I doing With My Life í skála Litháens á Feneyjartvíæringnum 2017, sem hefur verið sýndur víða bæði á Íslandi og í Evrópu.

Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Salurinn
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira