09.sep 15:00

Gjörningur og spjall | SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR

Gerðarsafn

Styrmir Örn Guðmundsson mun ræða verk sín ásamt því að flytja Líffæragjörning.

Sunnudaginn 9. september kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Styrmi Erni Guðmundssyni. Ásamt því að ræða um verk sín mun hann fremja Líffæraflutning.
Á sýningunni  SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR  býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar. Með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Listamenn sýningarinnar í ár eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir, Styrmir Örn Guðmundsson og Gerður Helgadóttir.
Verkum Styrmis er ekki ætlað að falla í ákveðin flokk. Hann hefur ýmist verið kenndur við gjörningalist, break dans, rapp / söng, teikningar, skáldverk, skúlptúr eða leikstjórn. Listformin fléttast saman inn í frásagnir sem einkenna sköpunarverk hans.  Sögurnar þróast úr einu í annað og þannig getur teikning á pappír þróast yfir í músík eða skúlptúr sem verður síðar upphafið að gjörningi.
Styrmir (f. 1984) býr og starfar bæði í Varsjá, Póllandi og Reykjavík. Hann lauk listnámi í Amsterdam við Sandberg Institute (MA) árið 2012 og Gerrit Rietveld Academy (BFA) árið 2009. Í kjölfarið hefur Styrmir unnið að fjölbreyttum verkefnum, sýnt verk sín og flutt gjörninga á alþjóðlegum vettvangi, bæði á hátíðum, í söfnum og sýningarrýmum og innan leikhússins.  Nýlega flutti hann gjörninginn What Am I doing With My Life í skála Litháens á Feneyjartvíæringnum 2017, sem hefur verið sýndur víða bæði á Íslandi og í Evrópu.

Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
23
feb
Salurinn
23
feb
Salurinn
24
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Spilastuð

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
26
feb
Gerðarsafn
09
mar
09
feb
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

Sjá meira