28.sep 12:15 - 12:45

Hádegisdjass með söngdeild FÍH

Bókasafn Kópavogs

Notaleg djassstund með tónlistarfólki framtíðarinnar.

Ljúfir hádegistónleikar með framhaldsnemendum af söngdeild Tónlistarskóla FÍH, síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli, sveifla og sving, stuð og stemning.

Á þessum fyrstu hádegistónleikum haustsins flytja Einar Örn Magnússon og Helga Margrét Clarke huggulegan íslenskan og erlendan djass.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Aðgangur ókeypis.


Einar Örn Magnússon er djasstónlistarmaður og lagasmiður úr Garðabænum. Hann hefur stundað rytmískt tónlistarnám við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskóla Garðabæjar. Hann hefur gefið út nokkur lög á ferli sínum, m.a. endurútsetningu á lagi Bjarna Böðvarssonar Við bjóðum góða nótt.

Einar hefur komið fram við ýmis tækifæri á síðustu árum og leikur fjölbreytta tónlist fyrir lýðinn. Hjartað hans slær þó í sveiflu og er hann fljótur að telja í lög eftir Jón Múla eða lög sem náðu vinsældum sínum á gullöld sveiflunnar sem tónlistarmenn á borð við Ellu Fitzgerald og Frank Sinatra gerðu fræg á sínum tíma.

Einnig má heyra að Einar sækir innblástur til tónlistarmanna í heimi djass og sveiflu. Hann hóf rytmískt söngnám við tónlistarskóla FÍH haustið 2020 hjá Unu Stefánsdóttur og hefur sótt í sviðsljósið síðan.


Helga Margrét Clarke er fædd og uppalin á Akureyri og ólst upp á miklu tónlistarheimili þar sem báðir foreldrar eru tónlistarmenn. Hún hóf klassískt píanónám þriggja ára við Tónlistarskólann á Akureyri en lagði tónlistina á hilluna um árabil á meðan hún sinnti háskólanámi. Helga lauk B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2007 og tók síðan meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands 2013. Það sama ár fór hún að semja aftur, syngja og spila með systur sinni í hljómsveitinni Sister Sister en þá kviknaði aftur áhugi á söng- og lagasmíðum. Haustið 2020 hóf hún rytmískt söngnám við Tónlistarskóla FÍH hjá Jóhönnu Linnet og Margréti Eir. Helga hefur verið að koma fram sem söngkona, bæði með samnemendum og atvinnutónlistarfólki. Hún stefnir á að útskrifast frá FÍH vorið 2024 og hefja feril sem bæði söngkona og lagahöfundur.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Tónlistarskóla FÍH.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira