25.sep 12:15 - 12:45

Hádegisjazz FÍH með haustlegu þema

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn | 2. hæð

Þriðja árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.

Flytjendur eru Agnes Sólmundsdóttir, Brynjólfur Skúlason og Guðrún Gígja.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

 

Agnes Sólmundsdóttir er söngkona og lagahöfundur frá Þingeyri í Dýrafirði. Þar hóf hún snemma tónlistarnám á fiðlu og píanó. Hún hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum í gegnum tíðina. Hún söng og spilaði á fiðlu með hljómsveitinni WAYWARD sem vann til verðlauna í Músíktilraunum árið 2017, var meðlimur Gospelkórs Jóns Vídalíns í 7 ár en síðustu ár hefur hún mikið starfað sem bakraddasöngkona t.a.m í þáttröðunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2,  Tribute tónleikum RIGG viðburða „George Michael Sextugur“, stórafmælistónleikum Herberts Guðmundssonar ofl. Agnes hóf nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH árið 2022 og þar heillaðist hún mikið af djasstónlist. Hún lauk miðprófi haustið 2024 og er nú á framhaldsstigi.

‐———-

Brynjólfur Skúlason er söngvari frá Akureyri. Brynjólfur byrjaði ungur í píanó- og þverflautunámi en færði sig á unglingsaldri í söngnám. Eftir að hafa tekið pásu vegna háskólanáms hóf hann aftur söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Þar lauk hann miðprófi í rytmískum söng vorið 2024 og leggur nú stund á framhaldsnám í söng við Tónlistarskóla FÍH. Brynjólfur hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum t.a.m. Upptaktinum í Hofi, FUSED á Græna Hattinum og fjölmörgum fleiri tónleikum og leiksýningum á Akureyri.

——–

Guðrún Gígja er fjöllistamaður frá Reykjavík sem hefur verið að syngja og teikna í mörg ár. Hún hefur stundað nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla  FÍH í tvö ár og stefnir á að taka miðprófið í söng í vor. Hún syngur og semur í rokk hljómsveitinni Kyrsu sem tók þátt í Músíktilraunum þetta sumar og hefur verið að spila á fullu síðan þá, og stefna á að gefa út EP plötu 30. október.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

18
okt
Bókasafn Kópavogs
18
okt
Bókasafn Kópavogs
19
okt
Salurinn
19
okt
Gerðarsafn
20
okt
Bókasafn Kópavogs
21
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
01
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

18
okt
Bókasafn Kópavogs
18
okt
Bókasafn Kópavogs
20
okt
Bókasafn Kópavogs
21
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
01
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira