25.sep 2025 12:15 - 12:45

Hádegisjazz FÍH með haustlegu þema

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn | 2. hæð

Þriðja árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.

Flytjendur eru Agnes Sólmundsdóttir, Brynjólfur Skúlason og Guðrún Gígja.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

 

Agnes Sólmundsdóttir er söngkona og lagahöfundur frá Þingeyri í Dýrafirði. Þar hóf hún snemma tónlistarnám á fiðlu og píanó. Hún hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum í gegnum tíðina. Hún söng og spilaði á fiðlu með hljómsveitinni WAYWARD sem vann til verðlauna í Músíktilraunum árið 2017, var meðlimur Gospelkórs Jóns Vídalíns í 7 ár en síðustu ár hefur hún mikið starfað sem bakraddasöngkona t.a.m í þáttröðunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2,  Tribute tónleikum RIGG viðburða „George Michael Sextugur“, stórafmælistónleikum Herberts Guðmundssonar ofl. Agnes hóf nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH árið 2022 og þar heillaðist hún mikið af djasstónlist. Hún lauk miðprófi haustið 2024 og er nú á framhaldsstigi.

‐———-

Brynjólfur Skúlason er söngvari frá Akureyri. Brynjólfur byrjaði ungur í píanó- og þverflautunámi en færði sig á unglingsaldri í söngnám. Eftir að hafa tekið pásu vegna háskólanáms hóf hann aftur söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Þar lauk hann miðprófi í rytmískum söng vorið 2024 og leggur nú stund á framhaldsnám í söng við Tónlistarskóla FÍH. Brynjólfur hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum t.a.m. Upptaktinum í Hofi, FUSED á Græna Hattinum og fjölmörgum fleiri tónleikum og leiksýningum á Akureyri.

——–

Guðrún Gígja er fjöllistamaður frá Reykjavík sem hefur verið að syngja og teikna í mörg ár. Hún hefur stundað nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla  FÍH í tvö ár og stefnir á að taka miðprófið í söng í vor. Hún syngur og semur í rokk hljómsveitinni Kyrsu sem tók þátt í Músíktilraunum þetta sumar og hefur verið að spila á fullu síðan þá, og stefna á að gefa út EP plötu 30. október.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

11
jan
Salurinn
14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

17
jan
Gerðarsafn
21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Menning í Kópavogi

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
jan
Bókasafn Kópavogs
27
jan
Bókasafn Kópavogs
28
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira