30.okt 2025 12:15 - 12:45

Hádegisjazz FÍH

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn | 2. hæð

Þriðja árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

 

Í hádeginu þann 30. október nk. munu söngnemendur úr Tónlistarskóla FÍH, Guðrún Ösp Sigurmundardóttir, Jóna Svandís Þorvaldsdóttir og Sóley Arngrímsdóttir bjóða upp á ljúfa og litríka hádegistóna á Bókasafni Kópavogs. Þema tónleikanna eru litir og munu þær stöllur leitast við að lyfta upp litum í tónlist – í víðu samhengi – og flytja nokkur íslensk og erlend lög í notalegu umhverfi bókasafnsins. Fullkomin leið til að taka sér stund frá önnum dagsins nú þegar við siglum inn í skammdegið. Meðleikur er í höndum Jóels Fjalarssonar.

Guðrún Ösp hefur sungið frá því í barnæsku og steig hún fyrst á svið aðeins átta ára gömul með skátalaginu um Tomma fjallabúa. Söngurinn fylgdi henni áfram í kórum og söngvakeppnum skólaáranna, þó hún að hún hafi eitt sinn hafnað sæti í háskólakórnum vegna þess að henni bauðst að syngja alt rödd sem hún hefur þó síðan lært að elska. Árið 2017 gekk hún til liðs við Kvennakór Kópavogs (nú Kvennakórinn Blika) og hefur síðan hafið söngnám í rythmískum söng í Tónlistarskóla FÍH þar sem hún stundar nú framhaldsnám. Hún sækir innblástur til listamanna á borð við Söru Bareilles og Emilíönu Torrini. Þegar hún er ekki að syngja nýtur hún þess að ferðast, ganga á fjöll, hreyfa sig og spila borðspil.

Jóna Svandís stundar söngnám á framhaldsstigi við Tónlistarskóla FÍH og hefur einnig grunn á píanó. Hún hefur notið þess að syngja frá blautu barnsbeini, lengst af með Vocal Project – poppkór Íslands en áður með kór Verzlunarskóla Íslands og Barnakór Árbæjarkirkju. Jóna stofnaði árið 2013 sönghópinn Jólabjöllurnar sem skemmta víða fyrir hver jól. Hún semur einnig eigin tónlist og gaf út plötuna ÓRAR árið 2024 sem hún samdi ásamt vinkonum sínum. Jónu finnst skemmtilegt að takast á við að flytja fjölbreytta tónlist, allt frá íslenskum dægurlögum upp í þungarokk. Henni finnst gaman að spila tölvuleiki, skrifa texta og skáldverk, ásamt því að búa til minningar með vinum og fjölskyldu.

Sóley stundar söngnám við Tónlistarskóla FÍH á miðstigi. Hún sótti fyrst söngnám 12 ára að aldri við Söngskóla Maríu Bjarkar og hefur verið haldin söngbakteríunni síðan þá. 

Í 10. bekk tók hún þátt í söngkeppni félagsmiðstöðvanna í Breiðholti og hreppti þar 3. sætið með laginu The Scientist úr smiðju Coldplay. Uppúr menntaskólaárunum snerist athyglin að söngleikjaforminu og eftir 4 ára nám lauk hún miðprófi í söngleikjasöng frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2023.

Haustið 2024 tók hún aðra stefnubreytingu yfir í rytmískta söngnámið þar sem hún hefur verið að spreyta sig á jazzi, rokki og poppdívulögum.

Jóel stundar nám í jazzpíanó við tónlistarskólann MÍT. Hann byrjaði ungur að spila á píanó í kirkju og hefur í mörg ár tekið virkan þátt í kirkjustarfi þar sem hann hefur m.a. spilað á samkomum, brúðkaupum, útförum og öðrum tónlistartengdum viðburðum. Hann hefur einnig tekið þátt í ýmsum öðrum verkefnum, svo sem á böllum og tónleikum. Nokkur ár dvaldi Jóel í Ástralíu þar sem hann dýpkaði skilning sinn á tónlist og þróaði áhuga á hljóðhönnun og hljóðgervlum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
22
nóv
Gerðarsafn
23
nóv
Salurinn
24
nóv
Bókasafn Kópavogs
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Salurinn
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

24
nóv
Bókasafn Kópavogs
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
20:00

Bókaspjall

28
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira