27.feb 12:15 - 12:45

Hádegisjazz FÍH | Um konur

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn | 2. hæð

Annað árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

 Í hádeginu þann 27. febrúar nk. munu söngnemendur úr Tónlistarskóla FÍH, Eydís Elfa Örnólfsdóttir, Guðrún Ösp Sigurmundardóttir, Jóna Svandís Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir bjóða upp á kraftmikla kvenorku á Bókasafni Kópavogs. Í tilefni konudagsinns verða einungis flutt lög sem fjalla um konur. Fluttar verða nokkrar perlur íslenskar og erlendar í notalegu umhverfi bókasafnsins. Fullkomin leið til að taka stund frá önnum dagsins og njóta hins byrjandi vors. Undirleikur er í höndum Vignis Þórs Stefánssonar

Eydís Elfa er tónlistarkona og stundar nám á miðstigi í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH. Hún hóf nám við Tónlistarskólann fyrir þremur árum og hefur á þeim tíma staðið fyrir tónleikahaldi við ýmiss tækifæri. Fyrir utan tónlistarferilinn starfar Eydís sem fatahönnuður ásamt því að stunda nám í gull- og silfursmíði.

Guðrún Ösp stundar framhaldsnám í rytmískum söng við tónlistarskóla FÍH. Það má segja að hún hafi lært að syngja áður en hún lærði að tala og það hefur alltaf verið stutt í  sönginn hjá henni. Hún hefur sungið með Blikum, kvennakór Kópavogs, síðastliðinn sjö ár og þar kviknaði aftur gamall draumur um að læra söng. Úr varð að hún sótti um í tónlistarskóla FÍH þar sem hún hefur lært söng í þrjú ár.

Jóna Svandís stundar söngnám á miðstigi við Tónlistarskóla FÍH og hefur einnig grunn á píanó. Hún hefur notið þess að syngja frá blautu barnsbeini, lengst af með Vocal Project – poppkór Íslands en áður með kór Verzlunarskóla Íslands og Barnakór Árbæjarkirkju. Jóna stofnaði árið 2013 sönghópinn Jólabjöllurnar sem skemmta víða fyrir hver jól. Hún semur einnig eigin tónlist og gaf nýverið út plötuna ÓRAR ásamt vinkonum sínum.

Ragnheiður Silja stundar nám á framhaldsstigi við Söngdeild FÍH. Hún byrjaði að syngja í barnakór Bústaðakirkju 5 ára gömul og lærði einnig á fiðlu í nokkuð mörg ár. Hún hefur sungið í ýmsum kórum meðal annars Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og Gospelkór Jóns Vídalíns. Í dag starfar hún sem sjúkraþjálfari á milli þess sem hún stýrir nemendafélagi FÍH, skipuleggur viðburði fyrir Bandalag íslenskra skáta og syngur við ýmis tækifæri. Hún stefnir á að ljúka framhaldsprófi í rytmískum söng vorið 2026.

Vignir Þór Stefánsson byrjaði átta ára gamall að læra á píanó í Tónlistarskóla Árnessýslu og var farinn að leika á dansleikjum átján ára gamall.

Hann stundaði djasspíanónám í tónlistarskóla FÍH og lauk einnig tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Árið 1995 fluttist Vignir til Haag í Hollandi til að leggja stund á djasspíanó í Konunglega Tónlistarháskólanum í Haag. Þaðan lauk hann mastersprófi vorið 2001. Samhliða náminu lék Vignir með djasshljómsveitum af öllum stærðum og gerðum og á hljómborð í söngleikjum í atvinnuleikhúsum.

Eftir að hafa flutt aftur heim til Íslands hefur Vignir komið víða við í íslensku tónlistarlífi, á tónleikum, sjónvarpsþáttum, hljómdiskum og í leikhúsum.

Í dag sinnir hann einnig kennslu í Menntaskóla í tónlist (MÍT) og tónlistarskóla FÍH og kennir þar djasspíanó og sér um undirleik hjá söngnemendum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
22
feb
Salurinn
22
feb
Bókasafn Kópavogs
23
feb
Salurinn
23
feb
Salurinn
24
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

22
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Spilastuð

26
feb
Bókasafn Kópavogs
26
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira