08.ágú ~ 21.okt

Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Á dýptina og inn í dulúðina. Í gegnum listina getum við gægst inn í heim fyrri tíma, í annað líf en vitneskja nútímans skynjar. Listaverk bera vitni um mannlega upplifun, ríkjandi viðhorf, túlkun og úrvinnslu.

Sköpunarkraftur Gerðar var mikill, hugmyndirnar óteljandi og athugun hennar djúp og leitandi. Gerður var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist á Íslandi. Hún ögraði viðurkenndum hugmyndum um myndlist með tilraunakenndri nálgun sinni. Færni hennar var gífurleg, hún tileinkaði sér tækni fjölda flókinna aðferða og vann þvert á miðla, skapandi, dansandi, svífandi lipur, en á sama tíma svo kröftug. Í sýningunni Hamskipti er list Gerðar sett í sögulegt samhengi og verkin skoðuð út frá stefnum og straumum í samtíma hennar. Sjónum er einkum beint að örum breytingum í listsköpun Gerðar, þróun hennar úr hefðbundnu fígúratívu myndmáli yfir í hið óhlutbundna, hvernig hún fer úr steini í leir í járn og brons. Úr mjög formfastri myndbyggingu í svífandi léttleika og yfir í lífrænni og náttúrulegri form. Innsýn er veitt í hvernig leit Gerðar var bæði á andlega sviðinu og í listinni. List Gerðar gat verið skoðun á möguleikum efnisins, tenging inn á við, en pælingar hennar leita líka út fyrir hugarheim okkar, yfir í hið spítitíska og dulúðlega.

Tilraunakennd, stórhuga og framúrstefnuleg nálgun Gerðar markaði henni sess sem einn helsti myndhöggvari þjóðarinnar og kallast sterkt á við myndlist samtíma okkar. Listaverkin standa eftir sem ummerki um reynslu listamannsins og könnun hennar á umhverfinu, og auka skilning okkar á tilvistinni þá og nú.

Fimmtudaginn 8. ágúst verður opnuð glæsileg sýning í Gerðarsafni, Hamskipti, í tilefni af 30 ára afmæli Gerðarsafns. Sýningarstjóri er Cecilie Cedet Gaihede. Sýningin leggur ríka áherslu á skúlptúr og varpar ljósi á sköpunarkraft, framúrstefnu og tilraunamennsku listakonunnar, margbreytileika verkanna og fjölbreyttan efnivið.

Samhliða verður opnaður skúlptúrgarður við vestanvert Gerðarsafn með þremur listaverkum eftir Gerði.

Deildu þessum viðburði

08
ágú
21
okt
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
sep
Salurinn
09
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Menning í Kópavogi
12
sep
Salurinn
14
sep
Salurinn
14
sep
Bókasafn Kópavogs
14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira