15.maí 16:00

Hangs í Hamraborg með Kamillu Einarsdóttur

Gerðarsafn

Gönguleiðsögn með höfundi Kópavogskrónikunnar

Í tilefni síðustu sýningarhelgar Skýjaborgar á Gerðarsafni býður rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir í hangs í Hamraborginni. 
 
Meðal viðkomustaða verða Tattoo-stofan Black Kross, undirgöngin, vídjómarkaðurinn, bílakjallarinn og fleiri faldar perlur. Ferðalag um Hamraborgina verður svo ekki fullkomnað nema það endi á Catalinu í drykk, segir Kamilla, en hún hefur svo um munar vakið athygli á Hamraborginni sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.
 
Öll eru velkomin, með vin eða ein, í góðu skapi eða á bömmer, það er nefnilega stemning fyrir öllu í Hamraborg!
 
Viðburðurinn hefst kl.16:00  laugardaginn 15. maí. Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á undan, þar sem safnast verður saman í afgreiðslu safnsins kl.16 og gengið þaðan út í ævintýri dagsins.
 
 Kamilla Einarsdóttir vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Kópavogskrónika, sem kom út árið 2018. Í bókinni segir móðir í Kópavogi dóttur sinni frá ástarævintýrum sínum en þekkt kennileiti Kópavogs koma þar við sögu. Í kjölfarið var leikrit eftir bókinni í leikstjórn Silju Hauksdóttur sett upp í Þjóðleikhúsinu.
 

 
Um Skýjaborg í Gerðarsafni:
 
Skýjaborg er sýning á verkum fjögurra samtímalistamanna sem sprettur úr sameiginlegum grunni: Kópavogi. 
Saga staðarins markast af stórhuga áætlunum og kristallar hraða uppbyggingu borgarrýma. Staður sem þróast úr sveit í borg á slíkum hraða að háhýsi eru byggð á sama tíma og sauðfjárbúskapur nær hámarki sínu. Þar sem ákveðið er að reisa 1200 fermetra listasafn þegar aðeins kvartkílómetri hefur verið malbikaður í kaupstaðnum. Hugmyndir um háborg þar sem allt er mögulegt í útjaðri höfuðstaðar.
 
Listamenn sýningarinnar eru Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Eirún Sigurðardóttir og Unnar Örn Auðarson.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Bókasafn Kópavogs
04
apr
Salurinn
20:30

Páll Óskar

04
apr
Bókasafn Kópavogs
04
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Sjálfsmildi

04
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Hugleiðsla

08
apr
13
apr
Bókasafn Kópavogs
06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

11
apr
Gerðarsafn
13
apr
21
júl
Gerðarsafn
13
apr
28
júl
Gerðarsafn

Sjá meira