Myndlistarmaðurinn Arnar Ásgeirsson kynnir fjölbreyttar og óútreiknanlegar teikniæfingar sem miða að því að ýta nemendum út úr þægindaramma sínum með því markmiði að nemendur nálgist verkefnið með opnum hug og prófi sig áfram með ólíkum vinnuaðferðum. Arnar er sjálfur þaulvanur teiknari sem sem hefur gleði og leik í fyrirrúmi í nálgun sinni á teikningu og því ætti engum ætti að leiðast!
Arnar Ásgeirsson er myndlistarmaður sem fæst við teikningar, vídeóverk, innsetningar, skúlptúra og gjörninga. Hann lauk myndlistarnámi við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2009 og meistaranámi við Sandberg Institute í Amsterdam 2012
Viðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu og opinn öllum!