19.sep 19:30

Heilagur líkami I Gjörningur eftir Martje Brandsma

Gerðarsafn

Spunaverk sem markar upphaf sýningarinnar Fullt af litlu fólki.

Spunaverk Martje Brandsma markar upphaf sýningarinnar og vegur salt á milli impúlsa og móttöku, þéttleika og fjarlægðar, hörku og elds. Hún færir sjónarhornið frá því að hreyfast á jörðinni að því að láta hreyfast af sólkerfinu: Teygja, snerting, vakning og grip. Þetta ferli miðar að innri kyrrð gegnum ytri hreyfingu. 

„Jörðin er dropi af vatni í alheiminum.“ – Rudolf Steiner
 ,,Við drekkum það. Við lifum og hrærumst á himinhnetti, augliti til auglitis við Venus, Merkúr og Satúrnus. Sjóndeildarhringur okkar er stjörnuflóð: straumar dýrahringsins.“
– Martje Brandsma
Martje Brandsma er hollenskur hrynlistamaður og dansari. Hún lærði danskennslu fyrir ólíkar tegundir af dansi og lauk BA-gráðu í hrynlist í Hollandi og kom fram við Goetheanum-Bühne í Sviss. Frá árinu 2010 hefur hún einbeitt sér að því sem heillar hana mest við listgrein sína: sviðsflutning og kennslu. Hún er sjálfstætt starfandi listamaður og hefur unnið að ýmsum sóló- og hópverkefnum, ásamt því að kenna við Euriþmíu-akademíuna í Hollandi. Árið 2018 var hún meðlimur í Goetheanum-Eurythmie-Ensemble í Sviss en það er einn af fáum þekktum hrynlistar hópum í heimi.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

15
sep
Bókasafn Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Salurinn
17
sep
Bókasafn Kópavogs
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

27
sep
Gerðarsafn

Sjá meira