29.ágú ~ 05.sep

Heitar Svínakonur I Rakel Andrésdóttir

Menning í Kópavogi

Krónan Hamraborg

Orðspor svínanna er að þau eru skítug, gráðug, forboðin, mjúk, sæt og bleik. Í uppstilltum heimi njóta Heitu svínakonurnar þess að vera til; þær sóla sig í grasinu, fá sér tramp stamp, glenna sig á dagatali bílaverkstæðis og dilla lítilli, snúinni rófunni.
Sú uppgötvun að maður er kona sem er hrifin af öðrum konum getur verið flókin—að horfa á þær kynferðislega en að samtímis óttast um að augnaráðið sé perralegt eða með einhverjum hætti rangt.
Heitar svínakonur er röð akrýl málverka sem unnin eru yfir tveggja ára tímabil, 2022-2024. Þær birtast hér sem tákngervingar eigin undirliggjandi hómófóbíu sem blundar einhvers staðar innra með mér og gerir vart við sig á augnablikum þar sem ég er ósammála sjálfri mér.

Rakel Andrésdóttir er starfandi listakona og kvikari fædd árið 1997. Hún vinnur gjarnan með hreyfimyndir, vídjó, innsetningar og leikræna gjörninga í verkum sínum. Hún skapar þvert á miðla og fjallar um pólitísk og persónuleg málefni í gegnum sögur og fantasíur. Innblástur verka hennar er mikið sóttur í amatörisma og sviðsetningar eins og barnaskólaleikrit og brúðuleikhús. Rakel hefur sýnt á samsýningum eins og Rúllandi Snjóbolta á Djúpavogi og Óþekktarormar: Orðrómur í Harbinger ásamt því að vera viðriðin ýmsum grasrótar list hópum í gegnum tíðina. Hún hefur sýnt tvær stuttmyndir á kvikmyndahátíðum á Íslandi og í Tékklandi og vann nýverið stuttmyndaverðlaun Skjaldborgar fyrir teiknimyndina sína Kirsuberjatómatar. Rakel útskrifaðist með Ba gráðu úr myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020 og lauk námi í hreyfimyndagerð í Tékklandi, FAMU 2023.

The reputation of pigs is that they are dirty, greedy, forbidden, soft, cute, and pink. In a staged world, the Hot Pig Women enjoy their existence; they sunbathe in the grass, get a tramp stamp, pose on a garage calendar, and wiggle their little curly tails.
The realization that one is a woman who is attracted to other women can be complex—viewing them sexually while simultaneously fearing that the gaze is perverted or somehow wrong. Hot Pig Women is a series of acrylic paintings created over a two-year period, 2022-2024. They appear here as representations of my own underlying homophobia, which lies dormant within me and manifests itself at moments when I disagree with myself.

Rakel Andrésdóttir is a practicing artist and animator born in 1997. She often works with animation, video, installations, and theatrical performances in her works. She creates across media and addresses political and personal issues through stories and fantasies. Her works are heavily inspired by amateurism and stagings such as school plays and puppet theaters. Rakel has exhibited in group shows such as Rolling Snowball in Djúpivogur and Unknown Worms: Rumor at Harbinger, and she has been involved with various grassroots art groups over the years. She has shown two short films at film festivals in Iceland and the Czech Republic and recently won the Skjaldborg Short Film Award for her animation Cherry Tomatoes. Rakel graduated with a BA in Fine Arts from the Iceland University of the Arts in 2020 and completed her studies in animation at FAMU in the Czech Republic in 2023.

Exhibition space: Krónan, Hamraborg

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Menning í Kópavogi

08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira