08.jún 15:00 - 16:00

Hljóðheimur Fossvogs | Erindi og gjörningur

Gerðarsafn

Verið velkomin á erindi og gjörning við útilistaverkið Hljóðheimur Fossvogs, laugardaginn 8. júní kl. 15:00 í Fossvogsdalnum, rétt hjá Víkingsheimilinu (GPS hnit: 64.116057, -21.857192).
Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin að koma!

Verkið er tímabundið útilistaverk sem virkjar samtal milli listar og náttúru og er afurð evrópsks samstarfsverkefnis sem Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs eru aðilar að.

Opnunarerindi
Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs

Hugleiðing um rekavið I Erindi um sjálfbærni
Dr. Ólafur Eggertsson, fornvistfræðingur og sérfræðingur hjá Skógræktinni

Hljóðheimur | Dansgjörningur
Linde Hanne Rongen, danshöfundur og dansari, ásamt Gabriel Marling Rideout og Rebekka Sól Þórarinsdóttir dönsurum

Höfundaverksins eru:

Michal Machciník myndhöggvari (Slóvakía)
Matyáš Barák, hönnuður (Tékkland)
Linde Hanna Rongen, dansari (Ísland/Holland)
Chiara Lusso, mannfræðingur (Ítalía)

Verkið Hljóðheimur Fossvogs birtir hljóðheim Fossvogsdals með rekavið sem var safnað á ströndum Hrútafjarðar og Djúpavíkur. Með því að nota rekavið er leitast við að blása nýju lífi í efni sem er til staðar án þess að hafa skýran tilgang.

RE-USE er evrópskt samstarfsverkefni sem snýr að tengslum myndlistar og náttúru. Löndin sem eru samstarfsaðilar verkefnisins eru Ísland, Ítalía, Slóvakía og Tékkland. Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að kanna mörkin á milli myndlistar og náttúru með tímabundnum útilistaverkum. Haldið var opið kall þar sem listamönnum, náttúrufræðingum, mannfræðingum, sýningarstjórum og fræðimönnum var boðin þátttaka og í kjölfarið var haldin stór ráðstefna í Prag þar sem samkeppni fór fram og valdar voru þrjár tillögur sem settar eru upp í Kópavogi, Feneyjum og Usti nad Orlici í Tékklandi.

Myndasafn

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jazzkonur kynna, Jólajazz!

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira