16.sep ~ 28.okt

Hlutverkasetur

Gerðarsafn

Neðri hæð Gerðarsafns

Listahópurinn Hlutverkasetur opnar þann 16. september samhliða sýningaropnunum í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu. Sýningin er hluti af List án landamæra 2023 en Listahópur Hlutverkaseturs var valinn listhópur hátíðarinnar að þessu sinni. Hlutverkasetur er virknimiðstöð þar sem fólk getur valið sér verkefni við hæfi í listasmiðjum og á fjölbreyttum námskeiðum. Verk listafólksins á sýningunni í Gerðarsafni eru unnin undir áhrifum af skúlptúrum Gerðar Helgadóttur. Þar gefur að líta mjúka og óreglulega skúlptúrar sem minna á skrímsli. Verkin mynda mótvægi við skúlptúra Gerðar sem eru unnir í hörð efni og eru formfastir. Innan veggja Hlutverkaseturs er mikið um hæfileikaríkt fólk og á opnunni þann 16. september verður Listahópur Hlutverkaseturs með gjörninga í takt við þema sýningarinnar.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi. Æ fleiri verða meðvitaðir um gildi hátíðarinnar í samfélaginu. Með því að skapa vettvang skapast tækifæri og leiðir opnast, jafnvel inn á nýjar brautir. Með því að leiða saman ólíka hópa og einstaklinga opnast alltaf fleiri og fleiri dyr og tækifæri. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

Hátíðin hefur stuðlað að samstarfi á milli ólíkra hópa og m.a. verið í samstarfi við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk. Hátíðin hefur einnig stuðlað að umræðu um ímynd fatlaðra listamanna í listum og list fatlaðra m.a. í samvinnu við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið. List án landamæra leggur áherslu á að list fatlaðs listafólks sé metin til jafns innan listheimsins og list ófatlaðs listafólks.

List án landamæra hlaut Múrbrjót Þroskahjálpar árið 2009 og var tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ árið 2011. Árið 2012 fékk List án landamæra Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar.

LISTAFÓLK

Anna Henriksdóttir

Eiríkur Gunnþórsson

Kristinn Arinbjörn Guðmundsson

Lilja Dögg Arnþórsdóttir

María S. Gísladóttir

SÝNINGARSTJÓRN

Anna Henriksdóttir

Myndasafn

Deildu þessum viðburði

16
sep
28
okt
Bókasafn Kópavogs
16
sep
28
okt
Gerðarsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27
sep
Bókasafn Kópavogs
28
sep
26
okt
Salurinn
20:30

Tvíhöfði

28
sep
Bókasafn Kópavogs
29
sep
Salurinn
20:00

UNA TORFA

30
sep
Salurinn
30
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
30
sep
07
jan
Gerðarsafn
02
okt
07
okt
Bókasafn Kópavogs
27
okt
Salurinn
20:30

Sunnanvindur

06
nóv
11
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

30
sep
07
jan
Gerðarsafn
01
okt
Gerðarsafn

Sjá meira