04.feb 2026 ~ 02.maí 2026

HÖRÐUR

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Hörður Ágústsson (1922-2005) var leiðandi innan myndlistar, hönnunar, kennslu og fræðistarfa. Hann hafði mótandi áhrif á þróun geómetrískrar abstraktlistar hérlendis og ekki síður grafískrar hönnunar með umfangsmiklu starfi á sviði bókahönnunar. Hörður var leiðandi rödd innan myndlistarumfjöllunar á 20. öldinni með ritstjórastörfum sínum í Birtingi, fræðistörfum og útgáfustarfi. 

HÖRÐUR er endurlitssýning á verkum Harðar Ágústssonar sem opnar í Gerðarsafni 4. febrúar 2026. Á sýningunni verður lögð áhersla á geómetríska myndlist Harðar og hvernig hún tengist hönnun hans og myndlistarhugsun. Hvernig formræn nálgun hans teygir sig á milli listgreina og úr sjónrænni afurð í hugmyndaheim hans og skrif um myndlist. 

Sýningarstjórn sýningarinnar er í höndum Brynju Sveinsdóttur og Studio Studio (Arnari Frey Guðmundssyni og Birnu Geirfinnsdóttur) og er sýningin unnin í nánu samstarfi við börn Harðar. 

LISTAFÓLK

Hörður Ágústsson

SÝNINGARSTJÓRN

Brynja Sveinsdóttir og Studio Studio (Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir)

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

11
jan
Salurinn
14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

17
jan
Gerðarsafn
21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Menning í Kópavogi

Sjá meira

Gerðarsafn

17
jan
Gerðarsafn
24
jan
Gerðarsafn
04
feb
02
maí
Gerðarsafn

Sjá meira