25.sep 12:15 - 13:00

Hvað er jarðvegsmengun?

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Og hvernig tökumst við á við hana?

Verið velkomin í hádegisfyrirlestur „Hvað er“ er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar sem sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli.

Að þessu sinni verður fjallað um jarðvegsmengun. Jarðvegsmengun er oft á tíðum dulið vandamál sem hefur víðtæk áhrif á okkar tilveru, heilsu, hreina vatnið, lífríki og jafnvel annað sem gæti komið á óvart…

Erla Guðrún Hafsteinsdóttir sérfræðingur í umhverfis- og jarðefnafræði PhD kemur og reifar málið og skýrir fyrir okkur hvað jarðvegsmengun er, hvað er hægt að gera og hvað er í húfi.

Erindið hefst kl. 12:15 og verður í Tilraunastofunni, nýjum sal sem staðsettur er innaf Náttúrufræðistofu.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

__________________________________________________________________________________

Erla starfar á sviði samgangna og umhverfis hjá Verkís og en kemur hér til okkar í nafni FUMÍS eða  Fagfélags um mengun á Íslandi. 

Félagið er nýstofnað og hefur þann tilgang að stuðla að aukinni þekkingu og hvetja til  vandaðra vinnubragða þegar lítur að mengunarmálum á Íslandi. Ekki síst hvað varðar mengun jarðvegs, yfirborðs- og jarðvatns.

Heimasíða FUMÍS:

https://fumis.is

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
sep
Salurinn
09
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Menning í Kópavogi
12
sep
Salurinn
14
sep
Salurinn
14
sep
Bókasafn Kópavogs
14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira