17.apr 2024 12:15 - 13:00

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli.

Viðfangsefni þessa hádegisfyrirlestrar er í anda komandi birtu og sumars þar sem Ólafur Arnalds, líffræðingur mun fjalla um mold en Ólafur er einn fremsti vísindamaður landsins á sviði jarðvegsrannsókna.

Ólafur Arnalds hefur stundað rannsóknir á landgræðslu, kolefnisbindingu í jarðvegi, vistheimt og ástandi lands, sem nýtast meðal annars fyrir ákvörðun á stöðu beitilanda og endurheimt landgæða. Hann leiddi verkefnið Nytjaland sem er viðamikill gagnagrunnur um eðli yfirborðs landsins. Ólafur vann við rannsóknir á eiginleikum íslensks jarðvegs um langa hríð. Hann mótaði m.a. aðferðir við flokkun moldarinnar og er aðalhöfundur jarðvegskorts fyrir landið. Ólafur tók virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um jarðveg á eldfjallasvæðum sem og við þróun regluverks um jarðvegsvernd á vegum Evrópusambandsins. Bók hans, Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra, kom út árið 2023 og hlaut viðurkenningu Hagþenkis.

Fyrirlesturinn fer fram í forsal Salarins.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Deildu þessum viðburði

26
nóv
Salurinn
03
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
09
nóv
Gerðarsafn
10
nóv
Bókasafn Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
12
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

Náttúrufræðistofa Kópavogs

12
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
29
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira