22.des 12:15

Hvað eru garðfuglar?

Náttúrufræðistofa Kópavogs | Menning í Kópavogi

Tilraunastofan, Náttúrufræðistofa Kópavogs

Nú yfir hávetur þegar jörðin er frosin, heimsækja gjarnan litlir gestir garða borgarbúa í fæðuleit. Því er ekki úr vegi að spyrja „Hvað eru garðfuglar?“ og enn fremur „Hvað getum við gefið þeim að éta?“

Hlynur Steinsson, líffræðingur með meiru, ætlar að fræða okkur um garðfugla, fuglafóðrun og borgarvistfræði þeirra fuglategunda sem gera sig heimakomnar í görðum borgarbúa. Með nýtni að leiðarljósi segir hann okkur líka frá því hvernig við getum nýtt það sem fellur til á heimilinu.

Athygli er vakin á garðfuglahelginni sem er helgina eftir 24.-26. janúar. En þar geta allir sem áhuga hafa á tekið þátt í borgaravísindum á vegum Fuglaverndar.

Hlynur útskrifaðist með M.Sc.-gráðu í líffræði árið 2024 og rannsakaði þar frumvistkerfi plantna og jarðvegsörvera á jökulsöndum fjögurra skriðjökla. Hann er þó ekki síður þekktur fyrir rannsóknir sínar á mállýskum þrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir!

Hádegiserindið er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

03
sep
Bókasafn Kópavogs
01
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
júl
Bókasafn Kópavogs
08
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
10
júl
Salurinn
11
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Náttúrufræðistofa Kópavogs

09
júl
Bókasafn Kópavogs
13
júl
Menning í Kópavogi
16
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
30
júl
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
10
ágú
Menning í Kópavogi
11
ágú
16
ágú
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12
ágú
Menning í Kópavogi

Sjá meira