17.jún 12:00 - 17:00

17. júní í Kópavogi

Menning í Kópavogi

Við höldum upp á 80 ára afmæli lýðveldisins með glæsibrag hér í Kópavogi. Söngsveitin Fílharmónía syngur ættjarðarlög í anddyri Salarins frá 13 til 13.30 og flytur þar meðal annars glænýtt lag Atla Ingólfssonar við ljóð Þórarins Eldjárn, Ávarp fjallkonunnar, sem samið var í tilefni lýðveldisafmælisins. Í Salnum verður hægt að nálgast bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær sem forsætisráðuneytið gefur út í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur. Fullveldiskaka verður í boði á öllum hátíðarsvæðum.

Dagskrá 17. júní í Kópavogi

Kl. 12 – 17 | Rútstún og Versalir
Hátíðarsvæði opin með hoppukastölum, leiktækjum og andlitsmálun.

12.00 – 16.00 | Undirgöngin við Hamraborg
Graffiti-djamm.

13.00 – 13.30 | Salurinn, forsalur
Söngsveitin Fílharmónía syngur ættjarðarlög, meðal annars nýtt lag Atla Ingólfssonar við ljóð Þórarins Eldjárns, Ávarp fjallkonunnar, sem samið var í tilefni lýðveldisafmælis. Þar verður hægt að nálgast bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær sem forsætisráðuneytið gefur út í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur.

13.30 | MK
Skrúðganga með Skólahljómsveit Kópavogs og skátunum í broddi fylkingar, hefst við MK (Menntaskólann í Kópavogi) og lýkur á Rútstúni.

14.00 – 16.00 | Skemmtidagskrá á Rútstúni
Fram koma Fjallkona Kópavogs, Leikhópurinn Lotta, Gunnar Helgason og Valgerður Guðnadóttir, Idolstjörnur, Jóhanna Guðrún, Aron Can og VÆB. Kynnar eru þau Eva Ruza og Hjálmar Örn.

14.00 – 16.00 | Skemmtidagskrá við Versali
Fram koma Leikhópurinn Lotta, Gunnar Helgason og Valgerður Guðnadóttir, Idol stjörnur, Jóhanna Guðrún, Aron Can og VÆB. Kynnar eru þau Saga Garðars og Snorri Helga.

13.30 – 16.00 | Menningarhúsin í Kópavogi, útisvæði
Fram koma BMX Brós, Hringleikur, Krakkahestar, Dansskóli Birnu Björns og Skapandi sumarstörf. Þá er Hjálparsveit skáta með tækjasýningu við menningarhúsin

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jazzkonur kynna, Jólajazz!

Sjá meira