03.feb 19:30 - 20:00

Klemmdur í Y Gallery

Menning í Kópavogi

Y gallery | Í húsnæði Olís-bensínstöðvarinnar, Hamraborg 12

Y gallery opnar eftir endurbætur á rýminu. Galleríið verður opið frá 18:00 – 22:00 á Safnanótt. Myndlistarmaðurinn Örn Alexander Ámundason mun flytja gjörninginn Klemmdur kl. 19:30 en gjörningurinn var sýndur á Gjörningaþoku í Listasafni Reykjavíkur í mars 2022 og á gjörningahátíðinni A! á Akureyri í september 2022.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin en gjörningurinn stendur yfir í 20 mínútur.

Örn Alexander Ámundason
Klemmdur

Verk Arnar eru varla. Þau eru smávægileg inngrip í rýmið sem þau dvelja í. Ef áhorfandinn veit ekki að þau eru þarna þá gæti hann haldið þau leifar af einhverju öðru. Að það sé nýbúið að fjarlægja verkið og að þetta sé það sem á eftir að ganga frá áður en næsta sýning verður sett upp. Þau eru millibilsástand. Þau eru blettur á veggnum sem á eftir að mála eina umferð yfir og lítið rifrildi sem hangir á hefti á veggnum og bíður eftir að einhver kroppi það af.

Örn Alexander Ámundason (f. 1984) útskrifaðist með MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö í Svíþjóð 2011. Meðal nýlegra sýninga og gjörninga má nefna Iðavellir í Listasafni Reykjavíkur 2021 og Inngangskúrs í slagverki í Kling og Bang 2020. Hann hefur haldið einkasýningarnar Hópsýning í Nýlistasafninu 2015 og Nokkur nýleg verk í Listasafni Reykjavíkur 2016 ásamt sýningum í Kunsthalle Exnergasse í Vín í Austurríki, The Armory Show í New York í Bandaríkjunum og Platform Belfast í Belfast á Norður Írlandi.

Ásamt því að vinna að eigin myndlist er Örn stofnmeðlimur listamannarekna rýmisins Open í Reykjavík.


Y gallery opens after renovation of the space. The gallery will be open from 18:00 – 22:00 on Museum Night. The visual artist Örn Alexander Ámundason will perform the performance Klemmdur at 19:30.

Admission is free and everyone is welcome, but the performance lasts 20 minutes.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

26
ágú
28
ágú
Salurinn
27
ágú
Bókasafn Kópavogs
29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Menning í Kópavogi

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi

Sjá meira