25.mar 13:00

Kúltúr klukkan 13 | Afrit

Gerðarsafn

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er beint heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina og verða haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Miðvikudaginn 25. mars kl. 13 verður útsending frá Gerðarsafni þar sem Halla Oddný Magnúsdóttir spjallar við Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara um sýninguna Afrit í Gerðarsafni.

Á sýningunni eru verk eftir myndlistarmennina Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, Bjarka Bragason, Claudiu Hausfeld, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Katrínu Elvarsdóttur, Pétur Thomsen og Þórdísi Jóhannesdóttur en sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir.

Einar Falur hefur sinnt listgrein sinni, ljósmyndun, með margvíslegum hætti. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri að ljósmyndasýningum, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, kennt áfanga í ljósmyndun við hina ýmsu skóla og haldið fyrirlestra víða um heim. Þá var hann lengi myndstjóri Morgunblaðsins og hefur nú umsjón með menningarumfjöllun blaðsins.

Hægt verður að sjá viðburðinn í gegnum forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Salurinn
11
maí
Menning í Kópavogi
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Náttúrufræðistofa Kópavogs
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Menning í Kópavogi
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
24
maí
Gerðarsafn
15
jún
Gerðarsafn
21
jún
Gerðarsafn

Sjá meira