12.maí 13:30 - 14:00

Kvintettinn Kalais

Salurinn

Kvintettinn Kalais heldur tónleika í Salnum sunnudaginn 12. maí klukkan 13:30.

Kvintettinn Kalais er skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeim Martial Nardeau flautuleikara, Matthíasi Nardeau óbóleikara, Grími Helgasyni klarínettleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Brjáni Ingasyni fagottleikara. Þeir félagar munu leika tvö verk eftir Martial, flautuleikara hópsins. Annað verkið nefnist  Divertissement eða Gletta, en hitt Missir og verður það frumflutt á þessum tónleikum.

Martial lætur af störfum í Sinfóníuhljómsveitinni í haust og með þessum tónleikum er hann að kveðja þessa meðleikara sína til margra ára. Verkin eru hugleiðingar hans og minningar í tónum um árin í hljómsveitinni.

Tónleikarnir eru rúmlega hálftíma langir og án hlés. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Kópavogsbær og Menningarsjóður FÍH styrkja tónleikana.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
jún
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

20
jún
Gerðarsafn
21
jún
Gerðarsafn
21
jún
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

23
jún
Bókasafn Kópavogs
24
jún
Bókasafn Kópavogs
25
jún
Bókasafn Kópavogs
25
jún
Bókasafn Kópavogs
26
jún
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

26
jún
Salurinn
03
júl
Salurinn
10
júl
Salurinn
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
14
ágú
17
ágú
Salurinn
04
sep
Salurinn
06
sep
Salurinn
07
sep
Salurinn

Sjá meira