19.maí ~ 16.jún

Kyrrðarrými | ÞYKJÓ á HönnunarMars

Gerðarsafn

19.05.2021 – 06.06.2021

Kyrrðarrými er ný íslensk hönnunarvara ÞYKJÓ fyrir börn og foreldra þeirra til að skapa ró og næði í dagsins önn.
Kyrrðarrýmin eru hugsuð sem húsgögn á heimilum sem og innsetningar á bókasöfnum, menningarhúsum og opinberum stofnunum. Hugað er að loftgæðum, birtu og hljóðvist við hönnun rýmanna.
Kyrrðarrýmin eru innblásin af skeldýrum á borð við kuðunga, snigla og skjaldbökur og eru framhald af þeirri rannsóknarvinnu sem hófst með búningnum ,,Feludýrinu“ sem var kynntur á HönnunarMars 2020.
Kyrrðarrýmin eru til sýnis í Gerðarsafni, en þau voru unnin á meðan hönnuðir höfðu listamannadvöl þar í janúar – apríl. Í sama rými má sjá höggmyndir Gerðar Helgadóttur sem Kyrrðarrýmin eiga í formfræðilegu samtali við.
——-
Hönnuðir ÞYKJÓ eru staðarlistamenn Menningarhúsanna í Kópavogi árið 2021. Yfirskrift verkefnisins er ,,með augun í Náttúrufræðistofu, eyrun í Salnum og hryggjarstykkið í Gerðarsafni“.
Titillinn vísar til þess hvernig unnið er með ólík skynfæri manna og dýra í hverju húsi fyrir sig, sem tengist þó saman í eina lífræna heild. Verkefnið hverfist annars vegar um að fá börn til að sjá heiminn með augum annarra dýrategunda, en hvetur þau líka til að staldra við og kynnast dýrinu í sjálfu sér.
HönnunarMars 2021 er einn af hápunktunum í þessu umfangsmikla samstarfsverkefni.
—–
ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði textíl-, leikfanga- og upplifunarhönnunar.
Hönnuðirnir vinna náið með listafólki, vísindamönnum og fræðifólki á borð við uppeldisfræðinga, líffræðinga, listfræðinga og síðast en ekki síst – með börnum.

ÞYKJÓ sérhæfir sig í búningum, innsetningum og listasmiðjum fyrir börn. Hönnunin miðar að þörfum barna og fjölskyldna og hvetur til gæðastunda.
Í vöruþróunar- og framleiðsluferli sínu, leggja hönnuðirnir upp úr að nýta innlenda fagþekkingu og tækjabúnað úr fjölbreyttum iðngreinum; allt frá fléttun tága, til neta- og burstagerðar. Allt þetta miðar að því að halda staðbundinni framleiðslu og heiðra sérhæfða verkþekkingu.

Hönnuðir ÞYKJÓ eru Sigríður Sunna Reynisdóttir, Ninna Þórarinsdóttir,
Erla Ólafsdóttir og Sigurbjörg Stefánsdóttir.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir listamannadvöl ÞYKJÓ í Menningarhúsunum.
Ljósmynd: Sigga Ella.

LISTAFÓLK

Sigríður Sunna Reynisdóttir

Ninna Þórarinsdóttir

Erla Ólafsdóttir

Sigurbjörg Stefánsdóttir

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

18
apr
Bókasafn Kópavogs
18
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Holl fæða

19
apr
Salurinn
20:00

KLARA ELÍAS

20
apr
Gerðarsafn
21
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Gerðarsafn
25
apr
Salurinn
04
maí
Salurinn
06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
apr
Gerðarsafn
24
apr
Gerðarsafn
25
apr
Gerðarsafn

Sjá meira