Tónheilararnir Kamilla Ingibergsdóttir og Sólbjört Guðmundsdóttir bjóða gesti velkomna á hljóðbað til heiðurs listakonunni Hilmu af Klint. Gestum verður boðið í ferðalag inn á við með aðstoð leiddrar hugleiðslu og 18 alkemíu kristalsskála. Einstakur hljóðheimur skálanna aðstoðar gesti við að tengja bæði inn á við og við listaverkin. Í huga Hilmu af Klint hafði allt anda og sál – jafnvel efnið. Kamilla og Sólbjört, eru heillaðar af verkum Hilmu sem ná að snerta dýptina í mannssálinni. Þegar kemur að tónheilun er sagt að allt hafi tíðni og þessi viðburður þar af leiðandi fullkominn til að tengja saman efnislega og andlega heiminn.