03.des 2019 17:30

Leiðin að skilningstrénu

Gerðarsafn

Hljóðbað til heiðurs listakonunni Hilmu af Klint.

Tónheilararnir Kamilla Ingibergsdóttir og Sólbjört Guðmundsdóttir bjóða gesti velkomna á hljóðbað til heiðurs listakonunni Hilmu af Klint. Gestum verður boðið í ferðalag inn á við með aðstoð leiddrar hugleiðslu og 18 alkemíu kristalsskála. Einstakur hljóðheimur skálanna aðstoðar gesti við að tengja bæði inn á við og við listaverkin. Í huga Hilmu af Klint hafði allt anda og  sál – jafnvel efnið. Kamilla og Sólbjört, eru heillaðar af verkum Hilmu sem ná að snerta dýptina í mannssálinni. Þegar kemur að tónheilun er sagt að allt hafi tíðni og þessi viðburður þar af leiðandi fullkominn til að tengja saman efnislega og andlega heiminn.
Þeir sem vilja liggja á meðan á hugleiðslu stendur ættu að koma með dýnu, kodda og teppi,  en einnig verða stólar fyrir þá sem kjósa að sitja. Gestir, fjórtán ára og eldri, eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir og mælst til að koma nokkrum mínútum fyrr til að koma sér fyrir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Salurinn
14
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

17
jan
Gerðarsafn
24
jan
Gerðarsafn
04
feb
02
maí
Gerðarsafn

Sjá meira