27.apr 13:00 - 14:00

Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið velkomin á leiðsögn Þórs Vigfússonar og Heiðars Kára Rannverssonar sýningarstjóra laugardaginn 27. apríl kl. 13:00 í Gerðarsafni. Eftir leiðsögnina í Gerðarsafni verður gengið saman yfir í Y gallerí í Hamraborg þar sem leiðsögnin mun halda áfram en þar eru einnig til sýnis verk eftir Þór.

Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis. Við fyrstu sýn virðist sýning Þórs lítillát og óhlutbundin innsetning sem leiðir hugann að verkum í anda geómetríu eða naumhyggju. En þrátt fyrir sparsamt efnisval og framsetningu má við nánari athugun greina flókna hugmyndalega nálgun á sjálft skúlptúrformið.


Hér veltir listamaðurinn meðal annars fyrir sér þeim fagurfræðilegu möguleikum sem leynast í gleri og öðrum iðnaðarefnum og hvernig sjónræn og hárnákvæm tæknileg útfærsla þeirra getur haft mótandi áhrif á skynjun áhorfandans. Þá grundvallast sýningin á þeirri hugmynd að ekki aðeins framsetning heldur einnig staðsetning listaverks, það umhverfi sem verkið birtist í hverju sinni, hafi bein áhrif á upplifun og merkingarsköpun áhorfenda; ekki aðeins af verkinu sjálfu heldur einnig rýminu sem það umlykur.

Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson.

Ljósmynd: Sigríður Rut Marrow.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
maí
Bókasafn Kópavogs
02
maí
Gerðarsafn
04
maí
Bókasafn Kópavogs
04
maí
Salurinn
04
maí
Menning í Kópavogi
06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
07
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Bókasafn Kópavogs
03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs
12
ágú
17
ágú
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

02
maí
Gerðarsafn
16
maí
Gerðarsafn

Sjá meira