23.nóv 2025 14:00 - 15:00

Leiðsögn með Jo | Skúlptúr skúlptúr performans

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið öll hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýninguna Skúlptúr skúlptúr performans með sýningarstjóra sýningarinnar, Jo Pawłowska sunnudaginn 23. nóvember kl. 14:00 í Gerðarsafni. Athugið að leiðsögnin fer fram á ensku.

Jo Pawłowska (f. 1990) er listakvár og sýningarstjóri búsett á Íslandi. Hán vinnur með ljósmyndun, vídeóverk og innsetningar, með áherslu á samspil líkama og verka. Hán vinnur gjarnan í samstafi við annað listafólk og skapar verk sem byggja á nánd og persónulegri reynslu. Árið 2025 sýndi Jo ásamt Sadie Cook Everything I Want to Tell You í D-sal Listasafns Reykjavíkur.
Jo sýningarstýrir gjörningum, viðburðum og myndlistarsýningum sem sameina listamenn af fjölbreyttum bakgrunni og úr ólíkum greinum. Hán er eitt af stofnendum Hamraborg Festival sem hán rekur ásamt fleirum. Sem einn sýningarstjóra hátíðarinnar leggja hán áherslu á félagslega þátttöku, þverfaglega samvinnu og náið samstarf við ólíka samfélagshópa. Nýjustu verkefni þeirra sem sýningarstjóri eru meðal annars Animal Avatar Machine í Svavarssafni 2025 og Gjörningakvöld serían á Gerðarsafni 2025. Jo er einnig virkt í íslensku listasenunni, þar á meðal í stjórn Samtaka um listamannarekin myndlistarrými.

Líf okkar samanstanda af óteljandi umbreytingum – stórum eða smáum, hljóðlátum eða yfirþyrmandi. Við göngum í gegnum þessar umskiptingar, þar sem tilfinningar brjótast fram án viðvörunar – og eitthvað óáþreifanlegt byrjar að titra.

Í sjöttu sýningu Skúlptúr skúlptúr raðar Gerðarsafns mæta gjörningar höggmyndalist. Er þar listsköpun fundinn staður mitt í þessum umbreytingastundum, þar sem við vitum ekki hvar eitt endar og annað hefst – þar sem form, tilfinningar og merkingar fljóta um án þess að festa rætur. Listafólk sýningarinnar bregst við þessum umbreytingum með viðkvæmni, leikgleði, fögnuði og von – og réttir fram hönd hvað til annars, aftur til fortíðarinnar og hvísla mjúklega óskum til framtíðarinnar.

Listafólk sýningarinnar eru Curro Rodriguez, Hekla Dögg Jónsdóttir, Jasa Baka, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Mjólk (Hlín Gylfadóttir, Karlotta Blöndal, Unnar Örn Jónasson Auðarson), Post Performance Blues Band (Álfrún Örnólfsdóttir, Hrefna Lind Lárusdóttir, Saga Kjerúlf), Regn Sólmundur Evu og Styrmir Örn Guðmundsson. Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Myndstef.

Aðgöngumiði að safninu gildir, frítt fyrir árskortshafa.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
17
nóv
Bókasafn Kópavogs
18
nóv
Bókasafn Kópavogs
19
nóv
Bókasafn Kópavogs
19
nóv
Bókasafn Kópavogs
19
nóv
Bókasafn Kópavogs
19
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Bókasafn Kópavogs
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

19
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
22
nóv
Gerðarsafn
29
nóv
Bókasafn Kópavogs
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira