17.nóv 15:00

Leiðsögn með Jóni B.K. Ransu

Gerðarsafn

JBK Ransú leiðir gesti um sýninguna Fullt af litlu fólki.

Ransu, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki, leiðir gesti um sýninguna sem stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í efni fyrirlesturs sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hélt árið  1922 um formmyndun mannseyrans.   
Þátttakendur sýningarinnar eiga það sameiginlegt að rannsaka andleg, esóterísk eða mannspekileg gildi og aðlaga þau myndlist, grafískri hönnun, dansi, tónlist og jafnvel fræðum, í von um að svipta burt hulunni á milli þess andlega og efnislega. En auk listaverka á sýningunni er boðið upp á fyrirlestra, námskeið og samræður þar sem leitast er eftir að dýpka tengsl og skilning á sambandi milli hins andlega og efnislega.
 
Jón B.K. Ransu er myndlistarmaður, menntaður í Hollandi á árunum 1990–1995. Árið 2006 tók hann þátt í International Studio and Curatorial Program í New York og hlaut þá styrk úr sjóði Krasner Pollock Foundation. Ransu starfar einnig sem fræðimaður og er höfundur tveggja bóka um samtímalist. Þá́ var hann meðhöfundur bókarinnar Gerður: Meistari málms og glers þar sem hann fjallar um tengsl Gerðar Helgadóttur við heimsmyndakenningar G.I. Gurdjieffs. Sem sýningarstjóri hefur Ransu m.a. unnið að sýningum fyrir Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Nýlistasafnið. Hann var einn af sýningarstjórum tvíæringsins Momentum 9: Alienation í Moss í Noregi árið 2017. Ransu er deildarstjóri við listmálaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík.
 
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Mynd: Elsa Dórótea Gísladóttir flytur gjörninginn Gíg á opnun sýningarinnar Fullt af litlu fólki.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira