28.sep 15:00 - 16:00

Leiðsögn með Sigrúnu Hrólfsdóttur | Hamskipti

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið öll velkomin á leiðsögn um sýninguna Hamskipti með Sigrúnu Hrólfsdóttur, laugardaginn 28. september kl. 15:00 í Gerðarsafni.

Sýningin Hamskipti varpar ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa leit hennar að fagurfræðilegum sannleika. Sköpunarkraftur Gerðar var mikill, hugmyndirnar óteljandi og athugun hennar djúp og leitandi. Gerður var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist á Íslandi. Hún ögraði viðurkenndum hugmyndum um myndlist með tilraunakenndri nálgun sinni. Færni hennar var gífurleg, hún tileinkaði sér tækni fjölda flókinna aðferða og vann þvert á miðla, skapandi, dansandi, svífandi lipur, en á sama tíma svo kröftug.

Tilraunakennd, stórhuga og framúrstefnuleg nálgun Gerðar markaði henni sess sem einn helsti myndhöggvari þjóðarinnar og kallast sterkt á við myndlist samtíma okkar. Listaverkin standa eftir sem ummerki um reynslu listamannsins og könnun hennar á umhverfinu, og auka skilning okkar á tilvistinni þá og nú. Sýningarstjóri er Cecilie Cedet Gaihede.

Sigrún Hrólfsdóttir er myndlistarmaður sem vinnur með margvíslega miðla, málverk, teikningu, innsetningar og gjörningalist, sem fjalla um sýnileg og ósýnileg öfl í heiminum.
Hún hefur sýnt í öllum helstu söfnum og sýningarstöðum hér heima og víða erlendis, á eigin vegum og ásamt Gjörningaklúbbnum / The Icelandic Love Corporation, sem starfaði með upprunalegum meðlimum frá 1996-2016. Verk hennar er að finna í opinberum söfnum og einkasöfnum. Á árunum 2021-2023 gegndi hún rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur þar sem hún stýrði yfirlitssýningu á verkum Hildar Hákonardóttur (1938), Rauður þráður á Kjarvalsstöðum. Sigrún er einnig höfundur bókar um ævistarf Hildar, afrakstur rannsóknarverkefnis um hlut kvenna í íslenskri myndlist innan Listasafns Reykjavíkur. Sigrún hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2024 fyrir þessa sýningu. Á árunum 2016-2021 var Sigrún deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands og kennir nú við skólann sem stundakennari. Hún lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Pratt University, New York og er með BA og MA gráðu í listfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands. Sigrún Hrólfsdóttir býr og starfar á Íslandi og vinnustofa hennar er við Grandagarð í Reykjavík.

Aðgöngumiði á safnið gildir, frítt fyrir árskortshafa.

Deildu þessum viðburði

08
ágú
21
okt
Gerðarsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Gerðarsafn
10
okt
Gerðarsafn
12
okt
Bókasafn Kópavogs
12
okt
Bókasafn Kópavogs
12
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

09
okt
Gerðarsafn
10
okt
Gerðarsafn
20
okt
Gerðarsafn
16:30

GÍA

23
okt
Gerðarsafn
18:00

SMÖRREGAMI

24
okt
Gerðarsafn
30
okt
19
jan
Gerðarsafn

Sjá meira