06.feb 12:00

Leiðsögn um alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Gerðarsafn

Ósamþykktar skissur að altaristöflu í Kópavogskirkju.

Sýningastjórarnir Anna Karen Skúladóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir bjóða upp á leiðsögn um sýninguna Alsjáandi – ósamþykktar skissur Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju og Sigurður Arnarson, sóknarprestur, fjallar um steinda glugga Gerðar Helgadóttur. Viðburðurinn er hluti af Vetrarhátíð í Kópavogi 2021. 
Alsjáandi – ósamþykktar skissur að altaristöflu er sýning á tillögum Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika. 
Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt steindum gluggum Gerðar Helgadóttur.  
Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að skrá sig í leiðsögnina HÉR.
—- 
Curators Anna Karen Skúladóttir and Hallgerður Hallgrímsdóttir give guided tour through the exhibition Alsjáandi – unapproved sketches for an altarpiece – an exhibition of Gerður Helgadóttir’s proposals for an altarpiece in Kópavogur Church. Rev. Sigurður Arnarson, pastor of Kópavogskirkja talks about Gerður Helgadóttir‘s stained glass windows. The talk is in Icelandic. 
Gerður worked on the proposals in 1971, but no agreement was reached on their content and they did not materialize. 
In the exhibition, visitors are given the opportunity to view the sketches in the context in which they were conceived, inside the church together with Gerður Helgadóttir’s stained glass windows. The exhibition is part of the Winter Festival in Kópavogur 2021. 
 
Nánar 
Árið 1966 rættist langþráður draumur Gerðar Helgadóttur um að ferðast til Egyptalands. Listsköpun hennar var undir egypskum áhrifum á sjöunda áratugnum og birtist m.a. hið alsjáandi auga í þónokkrum verka hennar. Í vesturglugga Kópavogskirkju má sjá augað, tákn um návist Guðs. Í tillögum Gerðar að altaristöflu úr mósaík er augað alsjáandi einnig. Hefði altaristafla Gerðar orðið að veruleika myndu þessi alsjáandi augu tvö mætast úr austur- og vesturátt.  
Í júní árið 1962 sendi Gerður teikningar að steindum gluggum í Kópavogskirkju og fengu þær mikið lof. Ákveðið var að láta gera steinda glugga í allar hliðar kirkjunnar. Bæjarsjóður greiddi glugga í tvær hliðar. Konur í kvenfélögum Kópavogs stóðu fyrir söfnun og fjármögnuðu glugga á þriðju hliðinni. Þann fjórða borguðu hjón sem vildu ekki láta nafns síns getið. Gluggana vann Gerður í samstarfi við Oidtman bræður í Þýskalandi, sem hún vann náið með alla tíð bæði við gerð gler- og mósaíkverka. Hreinsun og viðgerðir sem hafa átt sér stað síðustu misseri á gluggum Kópavogskirkju eru í umsjón Oidtman verkstæðisins.  
Í janúar 1971 barst beiðni um tillögu að altaristöflu fyrir Kópavogskirkju og Gerður hefst strax handa. Síðsumars 1971 kom Gerður til Íslands til að leggja fram tillögurnar en ekki náðist samkomulag um myndefni töflunnar. Það var loks árið 1990 sem altaristafla Steinunnar Þórarinsdóttur var sett upp í Kópavogskirkju, hátt í 20 árum eftir að Gerður var beðin um að gera sínar tillögur.  
Gerður Helgadóttir myndhöggvari er einn merkasti listamaður íslenskrar myndlistarsögu. Gerður var fyrst íslenskra listamanna til að vinna þrívíð abstraktverk og er þekkt fyrir járnskúlptúra sína, bronsskúlptúra, lágmyndir, mósaík og steint gler.  
Stærstan hluta ævinnar bjó Gerður og starfaði erlendis. 19 ára gömul fluttist hún til Flórens til listnáms, fyrst Íslendinga, en síðar fluttist hún til Parísar og skipaði sér sess í listalífi borgarinnar og hélt þar fjölda sýninga. Íslendingar fengu orð af farsælum ferli listakonunnar og var hún fengin til að vinna þónokkur stór verk hér á landi. Má þar nefna steinda kirkjuglugga víða um land og feiknarstóra mósaíkmynd á Tollhúsinu í Reykjavík sem flest kannast við. 
Gerður Helgadóttir háði baráttu við brjóstakrabbamein síðustu 2 ár ævinnar og kom þá loks aftur til Íslands. Gerður lést í Kópavogi 7. maí 1975 og var jarðsungin frá Kópavogskirkju meðan sólin skein gegnum steinda gluggana, sköpunarverk hennar sjálfrar. 
(See english below)
Sýningastjórarnir Anna Karen Skúladóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir bjóða upp á leiðsögn um sýninguna Alsjáandi – ósamþykktar skissur Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju og Sigurður Arnarson, sóknarprestur, fjallar um steinda glugga Gerðar Helgadóttur. Viðburðurinn er hluti af Vetrarhátíð í Kópavogi 2021.
Alsjáandi – ósamþykktar skissur að altaristöflu er sýning á tillögum Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika.
Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt steindum gluggum Gerðar Helgadóttur.
Bókunarhlekkur
—-

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

26
nóv
17
des
Menning í Kópavogi
07
des
15
des
Salurinn
13
des
Bókasafn Kópavogs
13
des
Bókasafn Kópavogs
13
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Salurinn
17
des
Menning í Kópavogi
20
des
Bókasafn Kópavogs
20
des
Menning í Kópavogi
20
des
Bókasafn Kópavogs
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Salurinn
20:30

Jól & næs

Sjá meira

Gerðarsafn

13
jan
31
mar
Gerðarsafn
Elliheimili - Ívar Brynjólfsson
20
jan
04
feb
Gerðarsafn
MOLTA
10
feb
31
mar
Gerðarsafn

Sjá meira