09.okt 12:15 - 13:00

Leiðsögn um Hamskipti með Ingunni Fjólu

Gerðarsafn

Verið hjartanlega velkomin á hádegisleiðsögn Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur myndlistarmanns um sýninguna Hamskipti. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Á sýningunni Hamskipti er list Gerðar Helgadóttur sett í sögulegt samhengi og verkin skoðuð út frá stefnum og straumum í samtíma hennar. Sjónum er einkum beint að örum breytingum í listsköpun Gerðar, þróun hennar úr hefðbundnu fígúratívu myndmáli yfir í hið óhlutbundna, hvernig hún fer úr steini í leir í járn og brons. Úr mjög formfastri myndbyggingu í svífandi léttleika og yfir í lífrænni og náttúrulegri form. Sýningarstjóri er Cecilie Cedet Gaihede.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún er einnig með BA gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002. Verk Ingunnar hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum bæði innanlands og erlendis. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Cuxhavener Kunstverein. Ingunn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Cluj safninu í Rúmeníu og tvíæringnum Prag 5 í Tékklandi. Á ferli sínum hefur Ingunn hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar. Árið 2022 var hún handhafi verðlauna úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sem árlega er veittur framúrskarandi listakonu.

Hádegisleiðsögnin er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

02
okt
Bókasafn Kópavogs
12:15

Leslyndi með Sigrúnu Eldjárn

09
okt
Gerðarsafn
12:15

Leiðsögn um Hamskipti með Ingunni Fjólu

16
okt
Salurinn
12:15

Nordic Affect

23
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Hvað er jarðvegsmengun?

06
nóv
Bókasafn Kópavogs
12:15

Leslyndi með Bergþóru Snæbjörnsdóttur

04
des
Bókasafn Kópavogs
12:15

Leslyndi með Hallgrími Helgasyni

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
sep
Salurinn
09
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Menning í Kópavogi
12
sep
Salurinn
14
sep
Salurinn
14
sep
Bókasafn Kópavogs
14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira