06.mar 12:15 - 13:00

Leslyndi með Braga Ólafssyni

Bókasafn Kópavogs

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Bragi Ólafsson kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í upphafi marsmánaðar og segir frá bókum sem hafa hreyft við honum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Bragi Ólafsson fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1962. Hann nam spænsku við Háskóla Íslands í einn vetur og við Háskólann í Granada á Spáni 1985 – 1986. Hann hefur unnið ýmis störf í Reykjavík, á póstinum, í banka og plötubúð og var um árabil liðsmaður ýmissa hljómsveita, meðal annars Sykurmolanna og ferðaðist með sveitinni víða um lönd.

Fyrsta bók hans, ljóðabókin Dragsúgur, kom út árið 1986 og síðan hefur hann sent frá sér ljóðabækur, smásögur, leikrit og skáldsögur. Fyrsta skáldsaga hans, Hvíldardagar, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1999 og sú næsta, Gæludýrin, einnig árið 2001. Bragi hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2004 fyrir skáldsöguna SamkvæmisleikirSendiherrann var bæði tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bragi er einn af stofnendum útgáfufélagsins Smekkleysu sem gefið hefur út texta og tónlist og staðið fyrir uppákomum af ýmsu tagi. Bragi hefur þýtt ljóð og skáldsöguna Glerborgin eftir Paul Auster. Verk hans hafa birst í erlendum þýðingum.  

Deildu þessum viðburði

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

22
maí
Bókasafn Kópavogs
12:15

Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
maí
Bókasafn Kópavogs
04
maí
Salurinn
04
maí
Menning í Kópavogi
06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
07
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Menning í Kópavogi
12
maí
Salurinn
03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs
12
ágú
17
ágú
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

04
maí
Bókasafn Kópavogs
06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
07
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Bókasafn Kópavogs
15
maí
Bókasafn Kópavogs
15
maí
Bókasafn Kópavogs
16
maí
Bókasafn Kópavogs
27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira