02.apr 12:15 - 13:00

Leslyndi með Jóni Kalman Stefánssyni

Bókasafn Kópavogs

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í aprílbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó síðar í Keflavík og var með annan fótinn vestur í Dölum. Árin sem hann bjó í Kaupmannahöfn, las hann, skúraði og taldi strætisvagna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina, kom út árið 1988.

Jón Kalman hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og þrisvar sinnum til þeirra íslensku – eða fjórum sinnum, því einu sinni hlaut hann þau! Það var fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem kom út árið 2005.  Bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál, hann kemur út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Portúgal … og svo mætti lengi telja. Önnur bókin í Vestfjarðaþríleiknum, Harmur englanna, er nýkomin út á arabísku.

Deildu þessum viðburði

15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Salurinn
03
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira