19.jan ~ 15.apr

Líkamleiki

Gerðarsafn

19.01.2018 – 15.04.2018
19.01.2018 – 15.04.2018

Sýningin Líkamleiki er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni voru  valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi.
Leiðarljós sýningarinnar er maðurinn sem líkamleg vera sem upplifir, bregst við og á samskipti við annað fólk, náttúru og borgarumhverfi. Leit að einlægu sambandi mannsins við heiminn má finna í formi líkamlegrar upplifunar og viðbrögðum við umhverfi okkar. Líkaminn birtist sem miðill listamannsins í gjörningum þar sem hann umbreytist í skúlptúr, form og hreyfingu. Í öðrum verkum er sjónum beint að líkamlegum eiginleikum umhverfis okkar þar sem náttúrulegir og manngerðir hlutir verða áþreifanlegir og holdlegir.
Titill sýningarinnar var fenginn úr heimspekilegri fyrirbærafræði, sem leitast við að endurheimta einlægt samband mannsins við heiminn. Líkamleiki er orð sem er aðeins til innan fyrirbærafræði og er áminning um að við upplifum sem líkamlegar verur – allar okkar skynjanir, hugsanir, minningar, áætlanir og samskipti eiga sér stað í og í gegnum líkama okkar.
Listamenn sýningarinnar eru Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, Haraldur Jónsson, Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Katrín Elvarsdóttir, Klængur Gunnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Roni Horn, Sigurður Guðmundsson, Steina, Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason.
Sýningarstjóri: Brynja Sveinsdóttir.
Sýningin var hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2018.
Ljósmyndir af sýningu: Vigfús Birgisson

LISTAFÓLK

Bára Kristinsdóttir

Claire Paugam

Eirún Sigurðardóttir

Elín Hansdóttir

Eva Ísleifsdóttir

Guðrún Benónýsdóttir

Haraldur Jónsson

Shoplifter/Hrafnhildur Arnardóttir

Hrafnkell Sigurðsson

Hreinn Friðfinnsson

Katrín Elvarsdóttir

Klængur Gunnarsson

Margrét Bjarnadóttir

Roni Horn

Sigurður Guðmundsson

Steina

Una Margrét Árnadóttir

Örn Alexander Ámundason

SÝNINGARSTJÓRN

Brynja Sveinsdóttir

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Salurinn
15
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
25
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
27
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira