07.okt 15:00

Listamannaspjall | Steinunn Önnudóttir

Gerðarsafn

Steinunn Önnudóttir veitir okkur innsýn í verk sín á SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR.

Sunnudaginn 7. október kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Steinunni Önnudóttur.
Á sýningunni  SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR  býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar og með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Listamenn sýningarinnar í ár eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir, Styrmir Örn Guðmundsson og Gerður Helgadóttir.
Athuganir Steinunnar Önnudóttur eru á bilinu milli ásetnings og tilviljana sem er ríkjandi í verkum hennar. Á sama tíma og hún tekur efnið föstum tökum skilur hún eftir rými til að leyfa því að þróast í óvæntar áttir. Steinunn fæst fyrst og fremst við málverk og skúlptúra sem renna gjarnan saman og skilin eru óljós.
Steinunn (f. 1984) útskrifaðist með BA í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2011 og lauk einnig BA í grafískri hönnun frá sama skóla árið 2009. Hún býr og starfar í Reykjavík þar sem hún rekur sýningarrýmið Harbinger en hefur einnig fengist við útgáfu bóka og bókverka.
Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira