Á námskeiðinu verður kennd tækni sem Dawn Nilo hefur sjálf þróað til að rannsaka sambandið milli greindar eða fáránleika hins barnslega annars vegar og ímyndunarafls og sköpunar hins vegar. Þátttakendur læra að nota meðvitundaræfingar og aðferðir fengnar úr leikhúsi, gjörningalist, dansi og kennslufræði til að kanna “dýpið” eða djúpstæða reynslu. Reynslu úr dýpi er hægt að lýsa sem augnablikum sem virkja og auka meðvitund, vekja hugsunina og samþætta vitundina skynfærunum. Þessi augnablik koma líkamanum, huganum og tilfinningunni á hreyfingu svo að hvert þeirra geti upplýst hvort annað og orðið samofin. Í stuttu máli munu gestir læra að leika sér!
Viðburðurinn er ókeypis og allir eru velkomnir!
Námskeiðið er frá 13:00-17:00 og fer fram á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs, við hlið Gerðarsafns, í fjölnotasal.
Dawn Nilo er gjörningarlistakona, kennari og fræðari, búsett og starfandi í Basel, Sviss. Dawn er með MA í sjónlistum og kennslufræðum og BA gráðu í félagsráðgjöf. Einnig er hún menntuð sem Waldorfsuppeldis fræðingur og er með tíu ára reynslu sem kennari í Waldorfskóla að baki. Dawn hefur unnið og sýnt með fjölmörgum alþjóðlegum listamönnum og sýningarstjórum, m.a. Tino Sehgal, Simone Forti, John Giorno, Klaus Biesenbach, Tom Stromberg, Chus Martinez og Poka Yio. Verk hennar hafa verið sýnd í stofnunum á borð við Schaulager og Kunsthalle Basel í Sviss, og Leopold-safnið and Volx/Margarethen-leikhúsið í Vín. Árið 2017 var hún tilnefnd til svissnesku gjörningalista verðlaunanna. Verk Dawn Nilo eru listrænar, alkemískar rannsóknir sem stuðla að því að virkja skynfærin og ímyndunaraflið.